Líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 08:47 Frá gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Samtökin ´78 sendu frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að gera lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka mál sem varða kærur samtakanna vegna hatursummæla í garð hinsegin fólks.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en í október kærðu Samtökin ´78 ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna vegna hatursummæla. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars: „Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga.“ Þá líta samtökin á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu: „Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.“ Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.Forsaga málsins er sú að í apríl á þessu ári lögðu Samtökin ´78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla sem þau telja að falli með skýrum hætti undir 233. grein a. almennra hegningarlaga. Ákvæðið kveður meðal annars á um að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsinæm.Í lok september bárust Samtökunum ‘78 bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að embættið hefði ákveðið að vísa öllum átta kærunum sem heyra undir embættið frá án rannsóknar þar sem þær þættu ekki líklegar til sakfellis. Samtökin ‘78 kærðu allar þær ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þann 7. október 2015. Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara, sem settur var fram í tilefni af fyrrgreindum kærum samtakanna, kemur fram að lögreglustjórinn telji að ummælin falli öll undir ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi.Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga. Meðal annars með hliðsjón af því að heimilt sé að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga vegna réttinda annarra til að njóta friðhelgis einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa málunum frá án rannsóknar eru því allar felldar niður og er lögreglustjóranum gert skylt að hefja rannsókn á því hvort hin kærðu ummæli teljist refsinæm.Samtökin ´78 líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu. Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð. Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Samtökin ´78 sendu frá sér yfirlýsingu í morgun vegna þeirrar ákvörðunar ríkissaksóknara að gera lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka mál sem varða kærur samtakanna vegna hatursummæla í garð hinsegin fólks.Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í morgun en í október kærðu Samtökin ´78 ákvörðun lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins um að vísa frá kærum samtakanna vegna hatursummæla. Þeir átta einstaklingar sem voru kærðir til embættisins töldu samtökin hafa kynt undir orðræðu sem vó gróflega að rétti hinsegin fólks til friðhelgi einkalífs, fjölskyldu og fyllsta jafnréttis. Í yfirlýsingu samtakanna segir meðal annars: „Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga.“ Þá líta samtökin á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu: „Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.“ Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Samtökin ´78 fagna því að ríkissaksóknari hafi lagt fyrir lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka mál er varða kærur samtakanna vegna ummæla sem samtökin telja að feli í sér hatursorðræðu í garð hinsegin fólks.Forsaga málsins er sú að í apríl á þessu ári lögðu Samtökin ´78 fram kærur á hendur tíu einstaklingum vegna ummæla sem þau telja að falli með skýrum hætti undir 233. grein a. almennra hegningarlaga. Ákvæðið kveður meðal annars á um að hatursorðræða í garð hinsegin fólks sé refsinæm.Í lok september bárust Samtökunum ‘78 bréf lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að embættið hefði ákveðið að vísa öllum átta kærunum sem heyra undir embættið frá án rannsóknar þar sem þær þættu ekki líklegar til sakfellis. Samtökin ‘78 kærðu allar þær ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara þann 7. október 2015. Í rökstuðningi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til ríkissaksóknara, sem settur var fram í tilefni af fyrrgreindum kærum samtakanna, kemur fram að lögreglustjórinn telji að ummælin falli öll undir ákvæði íslenskra laga um tjáningarfrelsi.Með afstöðu sinni til kæra Samtakanna ‘78 hefur ríkissaksóknari hins vegar tekið undir það sjónarmið Samtakanna ´78 og lögmanns þeirra, Bjargar Valgeirsdóttur hdl., að rannsaka þurfi hvort ummælin séu refsiverð samkvæmt fyrrgreindu lagaákvæði almennra hegningarlaga. Meðal annars með hliðsjón af því að heimilt sé að takmarka tjáningarfrelsi einstaklinga vegna réttinda annarra til að njóta friðhelgis einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ákvarðanir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að vísa málunum frá án rannsóknar eru því allar felldar niður og er lögreglustjóranum gert skylt að hefja rannsókn á því hvort hin kærðu ummæli teljist refsinæm.Samtökin ´78 líta á ákvörðun ríkissaksóknara sem áfangasigur í málinu. Ummælin eru sérlega gróf að mati samtakanna og til þess fallin að vega að rétti og öryggi hinsegin fólks. Mikilvægt er því að fá úr því skorið eftir leiðum dómstóla hvort slík orðræða teljist refsiverð.
Hinsegin Tengdar fréttir Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00 Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Samtökin '78 kæra ákvörðun lögreglustjóra um að rannsaka ekki hatursummæli Hatursummæli sem kærð voru síðasta vor verða ekki rannsökuð af lögreglu. Samtökin '78 segja ummælin refsiverð og kæra ákvörðun lögreglustjóra í dag til ríkissaksóknara 7. október 2015 07:00
Lögreglan rannsaki hatursummæli Ríkissaksóknari gerir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins að rannsaka hatursummæli sem átta einstaklingar létu falla. Hluti þeirra féll í útvarpsþætti í umsjón Péturs Gunnlaugssonar útvarpsmanns á Útvarpi Sögu og á lokaða vefsvæðinu Barnaskjól. 10. nóvember 2015 07:00