Pantanir á nýjum risa iPad, iPad Pro, hefjast á morgun, en svo fer varan í almennar sölu í verslunum í næstu viku. Um er að ræða stærsta iPad sem Apple hefur framleitt, sem Apple kallar þann öflugasta hingað til.
Auk þess að vera stærri en hefðbundin iPad, verður nýja spjaldtölvan með betra hljóðkerfi og auðveldara verður að lesa efni í henni.
iPad sala hefur gengið illa hjá Apple undanfarna ársfjórðunga. Fyrirtækið bindur vonir við að salan á nýju spjaldtölvunni verði góð, sér í lagi þar sem hún er gefin út rétt fyrir jólin.
Risa iPad í sölu á morgun
