Styttri vinnudagur – hagur okkar allra Sóley Tómasdóttir og Magnús Már Guðmundsson skrifar 12. nóvember 2015 07:00 Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfsfólks sem hefur tekið þátt í verkefninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfstöðvunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tímastjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt.Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í samfélagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilraunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, aldurs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjónustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í samfélaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Sóley Tómasdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Undanfarna átta mánuði hefur staðið yfir afar spennandi tilraunaverkefni hjá Reykjavíkurborg um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar, Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin lokar klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar lokar eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu hefur verið sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Almenn ánægja er meðal starfsfólks sem hefur tekið þátt í verkefninu og allt bendir til þess að það hafi almennt tekist vel. Það er mikið fagnaðarefni að ríkisvaldið hyggist setja af stað samskonar verkefni líkt og tilkynnt var fyrir skömmu í tengslum við kjarasamninga ríkisins við aðildarfélög BSRB. Markmið þess verður að kanna hvort stytting vinnuviku úr 40 vinnustundum í 36 leiði til gagnkvæms ávinnings starfsmanna og þeirra stofnana sem verða fyrir valinu. Áfangamat stendur nú yfir á verkefninu í Reykjavík, en miðað við þau gögn sem þegar liggja fyrir og upplifun stjórnenda á starfstöðvunum virðist verkefnið hafa gengið vel. Það hefur kallað á breytt vinnufyrirkomulag og tímastjórnun og einhverja hnökra hefur þurft að lagfæra, en allt hefur það verið yfirstíganlegt.Grunnur að langtímabreytingu Reykjavíkurborg hefur vandað til verka enda er hér verið að leggja grunn að langtímabreytingu í samfélagi okkar. Þar þarf meira til en eitt tilraunaverkefni og jafnvel þótt allar líkur séu á að borgin haldi áfram með verkefni af þessum toga vekur það von og gleði að sjá fleiri atvinnurekendur hefjast handa. Reykjavíkurborg er reiðubúin að miðla þeirri þekkingu sem hefur skapast undanfarna mánuði og mun gjarnan taka þátt í samstarfi um næstu skref, við ríkið og aðra atvinnurekendur ef svo ber undir. Á sama tíma og þessi tilraunaverkefni standa yfir er nauðsynlegt að gera úttekt á þjóðhagslegri arðsemi þess að stytta vinnuvikuna. Þar verður að taka mið af tækifærum fólks á vinnumarkaði með tilliti til aðstæðna, s.s. kyns, barnafjölda, aldurs, fötlunar og uppruna. Verkefnið getur bæði jafnað tækifæri ólíkra hópa á vinnumarkaði og stuðlað að bættri og sanngjarnari nýtingu á kröftum okkar allra. Á sama tíma hefur þetta áhrif á aðbúnað og þjónustu við börn, eldra fólk, fatlað fólk bæði á stofnunum og heimilum og í reynd á menningu og viðhorf í samfélaginu öllu. Það er til mikils að vinna, ríki og borg eiga að hjálpast að og tryggja að þetta mikilvæga verkefni takist vel. Styttri vinnuvika er hagur okkar allra. Höfundar sitja í stýrihópi um styttingu vinnuvikunnar.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar