Platini verður ekki í framboði til forseta FIFA | Fimm koma til greina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2015 09:30 Michel Platini, forseti UEFA, verður ekki næsti forseti FIFA. Vísir/Getty Michel Platini, forseti UEFA, er ekki meðal þeirra fimm sem bjóða sig fram til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en sambandið gaf út framboðslistann í morgun. Michel Platini ætlaði í framboð en nú er ljóst að ekkert verður af því. Frakkinn er flæktur í spillingamál innan FIFA eins og fráfarandi forseti Sepp Blatter. Fulltrúar Evrópu í formannskjörinu eru þeir Gianni Infantino og Jéróme Champagne. Infantino hefur verið framkvæmdastjóri UEFA í forsetatíð Michel Platini. Jéróme Champagne er Frakki sem hefur verið verið í áhrifastöðu innan FIFA. Michel Platini var settur í 90 daga bann frá knattspyrnumálum eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum. Hann er undir rannsókn fyrir að hafa tekið við greiðslu frá Sepp Blatter. Einn af frambjóðendunum fimm er sá maður sem Sepp Blatter vann í síðustu forsetakosningum FIFA en það er Prins Ali Al Hussein. Hinir tveir eru síðan Tokyo Sexwale og Sheikh Salman Bin Ebrahim Al Khalifa. Tokyo Sexwale er suður-afrísku viðkskiptamaður en Sheikh Salman Bin Ebrahim Al Khalifa er forseti knattspyrnusambands Asíu. Musa Bility, forseti knattspyrnusambands Líberíu, fær ekki að bjóða sig fram þar sem að hann stóðst ekki heiðarleikapróf. Sepp Blatter var kosinn forseti FIFA í vor en tilkynnti fljótlega eftir kjörið að hann myndi hætta sem forseti og efna til nýrra kosninga. Þær kosningar fara síðan fram í febrúar. FIFA Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Michel Platini, forseti UEFA, er ekki meðal þeirra fimm sem bjóða sig fram til forseta Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, en sambandið gaf út framboðslistann í morgun. Michel Platini ætlaði í framboð en nú er ljóst að ekkert verður af því. Frakkinn er flæktur í spillingamál innan FIFA eins og fráfarandi forseti Sepp Blatter. Fulltrúar Evrópu í formannskjörinu eru þeir Gianni Infantino og Jéróme Champagne. Infantino hefur verið framkvæmdastjóri UEFA í forsetatíð Michel Platini. Jéróme Champagne er Frakki sem hefur verið verið í áhrifastöðu innan FIFA. Michel Platini var settur í 90 daga bann frá knattspyrnumálum eftir að Siðanefnd sambandsins leysti hann tímabundið frá störfum. Hann er undir rannsókn fyrir að hafa tekið við greiðslu frá Sepp Blatter. Einn af frambjóðendunum fimm er sá maður sem Sepp Blatter vann í síðustu forsetakosningum FIFA en það er Prins Ali Al Hussein. Hinir tveir eru síðan Tokyo Sexwale og Sheikh Salman Bin Ebrahim Al Khalifa. Tokyo Sexwale er suður-afrísku viðkskiptamaður en Sheikh Salman Bin Ebrahim Al Khalifa er forseti knattspyrnusambands Asíu. Musa Bility, forseti knattspyrnusambands Líberíu, fær ekki að bjóða sig fram þar sem að hann stóðst ekki heiðarleikapróf. Sepp Blatter var kosinn forseti FIFA í vor en tilkynnti fljótlega eftir kjörið að hann myndi hætta sem forseti og efna til nýrra kosninga. Þær kosningar fara síðan fram í febrúar.
FIFA Fótbolti Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira