Innlent

Tveir létust í flugslysi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Annar mannanna var á þrítugsaldri en hinn á fertugsaldri.
Annar mannanna var á þrítugsaldri en hinn á fertugsaldri.
Tveir karlmenn, annar á þrítugsaldri en hinn á fertugsaldri, létu lífið þegar flugvél þeirra brotlenti í hrauninu vestan Kleifarvatns skammt frá Hraunkotsstapa. Mennirnir voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. 

Flugvélin var gerðinni Tecnam og ein af fimm nýju vélum Flugskóla Íslands sem komu til landsins í upphafi mánaðarins. Samband við vélina rofnaði upp úr klukkan þrjú en lögreglu barst tilkynning um slysið um klukkan 15.10. Flak hennar fannst hálftíma síðar. 

Talsverður viðbúnaður var vegna slyssins en þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang en ekki var hægt að komast að vélinni nema fótgangandi eða með þyrlu.

Aðdragandi slyssins er óljós en rannsókn stendur yfir.

Myndin sýnir flugleið vélarinnar.grafík/stöð 2

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×