Erlent

Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Umferð hefur verið lokað víða í París í kvöld og landamærum Frakklands verður lokað.
Umferð hefur verið lokað víða í París í kvöld og landamærum Frakklands verður lokað. Vísir/AFP
Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi rétt við veitingastaðinn þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. Sigurður Árni var með sýningu í frönsku höfuðborginni og hugðist halda til Íslands á morgun. Hann var kominn upp á herbergi sitt þegar Vísir náði af honum tali.

Fylgst er með atburðum kvöldsins á Vísi hér.

„Þetta er svo rólegt hverfi og ekki í hjarta borgarinnar. Fjölskylduvænt hverfi með skóla og spítala,“ segir Sigurður Árni og lýsir hverfinu þannig að þarna þekki fólk hvert annað. Hann hrósar starfsfólki veitingastaðarins þar sem hann snæddi fyrir snör handtök. Þeim var hleypt út bakdyramegin og út á aðra götu.

„Maður bara forðar sér,“ segir Sigurður Árni sem sagði daginn í dag hafa verið sérstaklega fallegan. Veður hafi verið milt og hiti náð sextán stigum. Fólk hafi setið úti og haft það gott. Nú horfi hann út af svölum sínum og búið sé að loka fyrir alla umferð og lögreglumaður nánast við allar dyr.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×