Hryllingur í París:120 látnir og 200 særðir eftir sprengju- og skotárásir víðsvegar um borgina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. nóvember 2015 08:45 Árásirnar voru samhæfðar. Vísir/Getty Minnst 120 létust og 200 særðust, þar af 99 alvarlega, eftir samhæfðar sprengju- og skotárásir í París í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS beri ábyrgð á ódæðunum og samtökin hafa yfir lýst yfir ábyrgð. Eru þetta verstu hryðjuverkaárásir í Evrópu síðan árið 2004 þegar 191 lést í mannskæðum hryðjuverkarárásum í Madrid. Alls réðust minnst átta árásarmenn á sex staði víðsvegar um París fyrir miðnætti í gærkvöldi en fyrstu fregnir bárust á tíunda tímanum.Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París, þær hafi verið skipulagðar og samhæfðar utan Frakklands með hjálp manna innan landsins.Samtökin ISIS hafa jafnframt lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í gærkvöldi. Samtökin segja að Frakkland sé helsta skotmark ISIS og að árásirnar í gær séu einungis upphafið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að árásirnar hafi verið ISIS vegna móðgana á hendur Múhameðs og loftárása Frakka á landssvæði undir tangarhaldi ISIS.Bataclan-tónlistarhúsið miðpunktur árásannaStærstur hluti hinna látnu var myrtur í árás sem gerð var á Bataclan-tónlistarhúsið, þar létust minnst 87 tónleikagestir en um 1.200 manns voru staddir á tónleikum Eagles of Death Metal. Gíslatökuástand myndaðist um stund en það varði skammt. Vitni segja frá því að mennirnir hafi hafið aftökur á fólki hið snarasta áður en að lögregla réðst til atlögu um klukkan eitt í nótt.Kort af árásarstöðunumBataclan-tónlistarhúsið virðist hafa verið miðpunktur árásanna en á leið sinni að tónlistarhúsinu létu árásarmennirnir skotum rigna yfir kaffihús og veitingastaði í nágrenninu og létust minnst 38 í þeim árásum. Einnig sprungu sprengjur í grennd við Stade de France, þjóðarleikvang Frakka þar sem landslið þeirra atti kappi gegn við Þjóðverja. Greinilega mátti heyra sprengingar í sjónvarpsútsendingum frá leiknum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í París voru árásirnar gerðar með skömmu millibili, sú fyrsta klukkan 22.20 og sú síðasta klukkan 23.00 að íslenskum tíma.The timeline of yesterday's seven attacks in #Paris according to police source of @leJDD pic.twitter.com/mosZbJqjDL— Agnes Poirier (@AgnesCPoirier) November 14, 2015 Minnst átta árásarmannanna eru fallnir, sjö af þeim voru útbúnir sjálfsmorðsprengjum sem þeir sprengdu. Einn árásarmannanna féll fyrir hendi lögreglu. Ekki er vitað hvort að fleiri árásarmenn hafi tekið þátt í árásanum en lögreglan leitar mögulegra vitorðsmanna og eru íbúar Parísar hvattir til að halda sig innandyra. Árásirnar virtust skipulagðar og til þess ætlaðar að skapa sem mestan glundroða. Þeim var öllum beint gegn vinsælum stöðum sem almenningur sækir en ekki gegn sendiráðum eða embættisbyggingum.Tala látinnaBataclan-tónlistarhúsið - 87 látnirStade de France - tala látinna liggur ekki fyrirBoulevard de Charonne - 18 látnirBoulevard Voltaire - einn látinnRue de la Fontaine-au-Roi - fimm látnirRue Alibert - 14 látnir Hollande ávarpaði þjóð sína á miðnætti og lýsti yfir neyðarástandi í borginni. Þetta er í fyrsta sinn frá 1945 sem neyðarástandi er lýst yfir í Frakklandi. Hermenn hafa verið kallaðir til og landamærum landsins verið lokað. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið í varnarmálaráðuneytinu til að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Allir skólar, söfn, kaffihús, verslanir og hvers kyns þjónusta í borginni mun vera lokuð í dag. Íbúar Parísar hafa verið beðnir um að halda sig innandyra á meðan í ljós kemur hver staðan er. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 ISIS lýsir yfir ábyrgð Samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“ 14. nóvember 2015 11:36 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Minnst 120 létust og 200 særðust, þar af 99 alvarlega, eftir samhæfðar sprengju- og skotárásir í París í gærkvöldi. Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS beri ábyrgð á ódæðunum og samtökin hafa yfir lýst yfir ábyrgð. Eru þetta verstu hryðjuverkaárásir í Evrópu síðan árið 2004 þegar 191 lést í mannskæðum hryðjuverkarárásum í Madrid. Alls réðust minnst átta árásarmenn á sex staði víðsvegar um París fyrir miðnætti í gærkvöldi en fyrstu fregnir bárust á tíunda tímanum.Francois Hollande Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París, þær hafi verið skipulagðar og samhæfðar utan Frakklands með hjálp manna innan landsins.Samtökin ISIS hafa jafnframt lýst yfir ábyrgð á hendur sér vegna hryðjuverkaárásanna í Frakklandi í gærkvöldi. Samtökin segja að Frakkland sé helsta skotmark ISIS og að árásirnar í gær séu einungis upphafið. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að árásirnar hafi verið ISIS vegna móðgana á hendur Múhameðs og loftárása Frakka á landssvæði undir tangarhaldi ISIS.Bataclan-tónlistarhúsið miðpunktur árásannaStærstur hluti hinna látnu var myrtur í árás sem gerð var á Bataclan-tónlistarhúsið, þar létust minnst 87 tónleikagestir en um 1.200 manns voru staddir á tónleikum Eagles of Death Metal. Gíslatökuástand myndaðist um stund en það varði skammt. Vitni segja frá því að mennirnir hafi hafið aftökur á fólki hið snarasta áður en að lögregla réðst til atlögu um klukkan eitt í nótt.Kort af árásarstöðunumBataclan-tónlistarhúsið virðist hafa verið miðpunktur árásanna en á leið sinni að tónlistarhúsinu létu árásarmennirnir skotum rigna yfir kaffihús og veitingastaði í nágrenninu og létust minnst 38 í þeim árásum. Einnig sprungu sprengjur í grennd við Stade de France, þjóðarleikvang Frakka þar sem landslið þeirra atti kappi gegn við Þjóðverja. Greinilega mátti heyra sprengingar í sjónvarpsútsendingum frá leiknum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í París voru árásirnar gerðar með skömmu millibili, sú fyrsta klukkan 22.20 og sú síðasta klukkan 23.00 að íslenskum tíma.The timeline of yesterday's seven attacks in #Paris according to police source of @leJDD pic.twitter.com/mosZbJqjDL— Agnes Poirier (@AgnesCPoirier) November 14, 2015 Minnst átta árásarmannanna eru fallnir, sjö af þeim voru útbúnir sjálfsmorðsprengjum sem þeir sprengdu. Einn árásarmannanna féll fyrir hendi lögreglu. Ekki er vitað hvort að fleiri árásarmenn hafi tekið þátt í árásanum en lögreglan leitar mögulegra vitorðsmanna og eru íbúar Parísar hvattir til að halda sig innandyra. Árásirnar virtust skipulagðar og til þess ætlaðar að skapa sem mestan glundroða. Þeim var öllum beint gegn vinsælum stöðum sem almenningur sækir en ekki gegn sendiráðum eða embættisbyggingum.Tala látinnaBataclan-tónlistarhúsið - 87 látnirStade de France - tala látinna liggur ekki fyrirBoulevard de Charonne - 18 látnirBoulevard Voltaire - einn látinnRue de la Fontaine-au-Roi - fimm látnirRue Alibert - 14 látnir Hollande ávarpaði þjóð sína á miðnætti og lýsti yfir neyðarástandi í borginni. Þetta er í fyrsta sinn frá 1945 sem neyðarástandi er lýst yfir í Frakklandi. Hermenn hafa verið kallaðir til og landamærum landsins verið lokað. Boðað hefur verið til fundar í fyrramálið í varnarmálaráðuneytinu til að ákveða til hvaða aðgerða skuli gripið. Allir skólar, söfn, kaffihús, verslanir og hvers kyns þjónusta í borginni mun vera lokuð í dag. Íbúar Parísar hafa verið beðnir um að halda sig innandyra á meðan í ljós kemur hver staðan er.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56 „Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54 Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30 Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23 Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21 Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49 ISIS lýsir yfir ábyrgð Samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“ 14. nóvember 2015 11:36 Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Utanríkisráðherra: Hugur okkar er hjá Frökkum Engar fregnir hafa borist af Íslendingum sem lent hafa í hryðjuverkaárásinni í París. 14. nóvember 2015 00:56
„Var skíthrædd á vellinum“ Anna Lára Sigurðardóttir var stödd á knattspyrnuleik Frakklands og Þýskalands þegar hryðjuverkin voru framin um alla Parísarborg 14. nóvember 2015 00:54
Francois Hollande segir árásirnar hrylling Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði frönsku þjóðina í kvöld og talaði um hryðjuverkaárásirnar á Parísarborg. 14. nóvember 2015 00:30
Sýna Frökkum stuðning með að lýsa byggingar með fánalitunum Frakkar eru ekki einir í baráttunni. 14. nóvember 2015 02:23
Íslendingur sat að snæðingi nærri skotárás í París Sigurður Árni Sigurðsson myndlistamaður var staddur á veitingahúsi í götunni þar sem ellefu létust í skotárás í tíunda hverfi Parísar í kvöld. 13. nóvember 2015 23:21
Sungu þjóðsönginn einróma er þeir yfirgáfu leikvanginn Stuðningsmenn landsliða Frakklands og Þýskalands, sem voru samankomnir á Stade de France þegar árásarmennirnir í París frömdu ódæði sín í nótt, sameinuðust í söng þegar þeim var sagt að yfirgefa leikvanginn. 14. nóvember 2015 08:49
ISIS lýsir yfir ábyrgð Samtökin hafa gefið út yfirlýsingu þar sem þau segjast hafa ráðist á „höfuðborg viðurstyggðar og spillingar.“ 14. nóvember 2015 11:36
Hollande:Árásirnar eru stríðsyfirlýsing af hálfu ISIS Frakklandsforseti segir að ISIS standi á bak við hryðjuverkaárásirnar í París. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Frakklandi. 14. nóvember 2015 10:21