Lifði af blóðbaðið á Bataclan með því að þykjast vera látin Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 10:47 Isobel Bowdery lýsir hryllingnum sem hún varð vitni af inni á Bataclan. Mynd/Facebook Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015 Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Suður-afrísk kona lýsir því í smáatriðum á Facebook-síðu sinni hvernig hún komst lífs af með því að þykjast vera látin í rúma klukkustund inni á tónleikastaðnum Bataclan í París eftir að árásarmennirnir hófu þar skothríð sína á föstudagskvöldið. Isobel Bowdery segir þetta ekki einungis hafa verið hryðjuverkaárás, heldur blóðbað. „Tugir manna voru skotnir fyrir framan mig. Blóðpollar fylltu gólfið. Öskur fullorðinna manna sem héldu látnum kærustum sínum í örmum sér á þessum litla tónleikastað. Framtíð fólks í molum, brostin hjörtu fjölskyldna, á einu augabragði. Í áfalli og alein, þóttist ég vera látin í rúma klukkustund, lá á meðal fólks sem sá ástvini sína hreyfingarlausa. Ég hélt niðri í mér andanum, reyndi að hreyfa mig ekki, ekki gráta – ekki framkalla þann ótta sem þessir menn vildu sjá. Ég var ótrúlega heppin að sleppa lifandi. En mjög margir gerðu það ekki. Fólkið sem hafði komið þangað af sömu ástæðu og ég – að skemmta sér á föstudagskvöldi – var saklaust,“ segir Isobel. Isobel lýsir því hvernig árásarmennirnir vönduðu sig við að skjóta í átt að fólki eftir að hafa komið inn á tónleikastaðinn þar sem bandaríska sveitin Eagles of Death Metal átti að spila. Hún segist upphaflega hafa talið að mennirnir væru hluti af sýningunni en svo gert sér grein fyrir hryllingnum eftir að mennirnir byrjuðu að stráfella tónleikagesti. Rúmlega 1,4 milljónir manna hafa líkað við færslu Isobel og tæplega 500 þúsund manns deilt henni. 89 tónleikagestir létu lífið í árásinni inni á Bataclan.you never think it will happen to you. It was just a friday night at a rock show. the atmosphere was so happy and...Posted by Isobel Bowdery on Saturday, 14 November 2015
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14 Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Fyrsti árásarmaðurinn í París nafngreindur Franskir fjölmiðlar greina frá því að sex fjölskyldumeðlimir hins 29 ára Omar Ismail Mostefai hafi nú verið handteknir. 15. nóvember 2015 09:14
Bíll árásarmanna fannst í austurhluta Parísar Frönsk sjónvarpsstöð greinir frá því að vopn hafi fundist í bílnum, þó að þetta hafi ekki fengist staðfest af lögreglu 15. nóvember 2015 10:03