Hryðjuverkin í París: "Við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 15. nóvember 2015 12:15 Utanríkisráðherra var í viðtali i Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/AFP/Pjetur Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra. Hryðjuverk í París Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir að Íslendingar geti ekki lengur látið eins og atburðir þeir sem gerðust í París á föstudag geti ekki gerst hér á landi. Þetta kom fram í viðtali Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Gunnar Bragi sagði erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif voðaverkin muni hafa úti í löndum. „Þarna er verið að ráðast beint inn í venjulegt líf fólks. Það er eitthvað sem kann að hafa áhrif á öryggisviðmið, öryggismat og ýmislegt þess háttar. Það er þó fullsnemmt að spá fyrir um eitthvað slíkt en það er augljóst að umræðan um slíkt verður tekin.“Herða aðgerðir gegn þessum aðilumUtanríkisráðherra segir að þarna sé verið að ráðast á það samfélag, frelsi, jafnræði og jafnrétti sem við sjáum, þekkjum og viljum hafa. „Aðilar sem líða ekki slíkt, aðilar sem myrða konur og börn og ætla sér að reyna að koma einhverjum öfgaskoðunum yfir eins stóran hluta heimsins og þeir mögulega geta. Það er erfitt að spá um hvaða áhrif þetta hefur. Til skamms tíma held ég að það muni hafa þau áhrif að menn munu herða aðgerðir gegn þessum aðilum þar sem þá er að finna. Að sama skapi hlýtur þetta að kalla á endurskoðun á mati heima fyrir frá því sem fyrir hefur verið.“ Aðspurður um hvort við Íslendingar munum þurfa að auka öryggi á okkar landamærum segir Gunnar Bragi að hann telji það mjög gott frumkvæði af hálfu forsætisráðherra boða til fundar með lögreglu og fleirum aðilum til að ræða málið í byrjun næstu viku. „Við þurfum auðvitað að fara yfir stöðuna og við Íslendingar getum ekki lengur látið eins og eitthvað þessu líkt geti ekki gerst hjá okkur. Sem betur fer erum við í þeirri stöðu að við erum eyja þó nokkuð langt í burtu. Það er ekkert sérstaklega auðvelt að koma til okkar. En við verðum að hafa getu og viðbúnað að stoppa þá sem eru líklegir til að vilja koma til landsins og gera svona á okkar landamærum. Ég hugsa að þetta kalli á einhvers konar endurmati á öllu slíku.“Megum ekki mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamennHann segist óttast að hluti þeirra manna sem frömdu voðaverkin í París hafi verið menn sem hafi nýverið komið til álfunnar sem flóttamenn. „Það er líka ekki minna áfall ef í ljós kemur að á meðal þeirra eru ríkisborgarar Evrópuríkja sem eru búnir að búa heillengi eða í einhvern tíma innan Evrópu. Ég hef sagt og segi enn að við verðum að passa okkur að mála ekki alla sömu litum í þessu. Margir þeirra, og obbinn af þeim flóttamönnum sem eru á ferðinni eru á ferðinni þar sem þeir geta ekkert annað – eiga ekki í önnur hús að venda. Við megum ekki falla í þá gryfju að mála alla flóttamenn hættulega hryðjuverkamenn,“ segir utanríkisráðherra.
Hryðjuverk í París Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent