Á leið til S-Afríku og uppselt í Bretlandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Hljómsveitin Of Monsters and Men er á tónleikaferð um Evrópu um þessar mundir. Vísir/Getty Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði en sveitin er á tónleikaferð um heiminn, til að fylgja plötunni Beneath the Skin eftir. Sveitin er um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu og kemur fram á tónleikum í Köln í Þýskalandi í kvöld. Hún heldur svo af stað til Bretlands þar sem hún kemur fram á tíu tónleikum á Bretlandseyjum en uppselt er á þá alla. Undanfarnar vikur hefur hljómsveitin Mammút verið með sveitinni á tónleikaferðalaginu en Mammút er á leið á heim eftir tónleikana í kvöld. Of Monsters and Men er enn að bóka tónleika í tónleikaferðina sína sem nær í það minnsta fram í júní. Á næsta ári er sveitin meðal annars á leið til Suður-Afríku og það í fyrsta sinn. Hún kemur fram í Höfðaborg þann 30. mars og Jóhannesarborg 2. apríl. Áður en sveitin heldur til Suður-Afríku kemur hún meðal annars fram víðsvegar í Suður-Ameríku. Fyrir skömmu lauk sveitin við tónleikaferð sína um Bandaríkin en lokahnykkurinn var spilamennska í spjallþætti Ellenar DeGeneres. Þá kemur tónlist sveitarinnar enn og aftur við sögu í sjónvarpi því hún á lag í nýrri stiklu fyrir bandaríska sjónvarpsþáttinn Marvel's Jessica Jones fyrir Netflix. Lagið Thousand Eyes hljómar í stiklunni, fyrir hefur sveitin átt lög í kvikmyndum á borð við The Secret Life of Walter Mitty og The Hunger Games: Catching Fire. Það er nóg að gera hjá sveitinni þessa dagana en 19 tónleikar á dagskrá hjá Of Monsters and Men fram að jólum og eru 12 tónleikar nú þegar bókaðir eftir áramót fram að Secret Solstice.Hér má sjá sveitina taka lagið í spjallþætti Ellenar DeGeneres: Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Hljómsveitin Of Monsters and Men hefur staðið í ströngu undanfarna mánuði en sveitin er á tónleikaferð um heiminn, til að fylgja plötunni Beneath the Skin eftir. Sveitin er um þessar mundir á ferðalagi um Evrópu og kemur fram á tónleikum í Köln í Þýskalandi í kvöld. Hún heldur svo af stað til Bretlands þar sem hún kemur fram á tíu tónleikum á Bretlandseyjum en uppselt er á þá alla. Undanfarnar vikur hefur hljómsveitin Mammút verið með sveitinni á tónleikaferðalaginu en Mammút er á leið á heim eftir tónleikana í kvöld. Of Monsters and Men er enn að bóka tónleika í tónleikaferðina sína sem nær í það minnsta fram í júní. Á næsta ári er sveitin meðal annars á leið til Suður-Afríku og það í fyrsta sinn. Hún kemur fram í Höfðaborg þann 30. mars og Jóhannesarborg 2. apríl. Áður en sveitin heldur til Suður-Afríku kemur hún meðal annars fram víðsvegar í Suður-Ameríku. Fyrir skömmu lauk sveitin við tónleikaferð sína um Bandaríkin en lokahnykkurinn var spilamennska í spjallþætti Ellenar DeGeneres. Þá kemur tónlist sveitarinnar enn og aftur við sögu í sjónvarpi því hún á lag í nýrri stiklu fyrir bandaríska sjónvarpsþáttinn Marvel's Jessica Jones fyrir Netflix. Lagið Thousand Eyes hljómar í stiklunni, fyrir hefur sveitin átt lög í kvikmyndum á borð við The Secret Life of Walter Mitty og The Hunger Games: Catching Fire. Það er nóg að gera hjá sveitinni þessa dagana en 19 tónleikar á dagskrá hjá Of Monsters and Men fram að jólum og eru 12 tónleikar nú þegar bókaðir eftir áramót fram að Secret Solstice.Hér má sjá sveitina taka lagið í spjallþætti Ellenar DeGeneres:
Tónlist Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira