Hamilton: Ekki hægt að taka fram úr hérna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. nóvember 2015 18:10 Nico Rosberg var kátur með afrek dagsins. Vísir/Getty Nico Rosberg tryggði sér í dag annað sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna í Brasilíu. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég er ánægður að hafa getað stjórnað keppninni og að Lewis (Hamilton) hafi aldrei fengið tækifæri. Ég var bara að spara dekkin og fara varlega, ég var ekki að glímavið nein vandræði,“ sagði kátur Rosberg á verðlaunapallinum. Rosberg er fyrstur til að vinna tvær keppnir í Brasilíu í röð síðan Juan Pablo Montoya gerði það 2004 og 2005. „Það er ekki hægt að taka fram úr hérna. Ég skil ekki hvernig aðrir taka fram úr hérna. Það var frekar leiðinlegt að elta alla keppnina. Nico hefur staðið sig vel vel hann ók frábærlega í dag,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum, hann varð annar. „Ég var að vona að ég fengi tækifæri í ræsingunni en það gerðist ekki. Ég var hálf einmanna í keppninni. Þeir voru of snöggir í dag en við vorum nær í lokin en nokkurtíman áður held ég,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum, hann varð þriðji. „Þetta var góð keppni á milli okkar manna. Ferrari þvingaði okkur til að taka þrjú þjónustuhlé,“ sagði Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes. Það er áhugavert merki um að Ferrari sé að nálgast Mercedes að Mercedes finni þörfina til að breyta keppnisáætlun sinni til að verjast Ferrari. Það lofar góðu fyrir þá sem vilja sjá Mercedes fá meiri samkeppni á næsta ári.Jenson Button var kátur með að vera nær stigasætum en hann bjóst við.Vísir/Getty„Við viljum ekki skipta áætlunum á milli okkar ökumanna. Það flækir málin því þá mun annar alltaf vera fúll og fyrir heildarniðurstöðuna er betra að báðir séu á sömu áætlun,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes. „Við vorum nær stigum en við bjuggumst við, ekki nema 12 sekúndum frá tíunda sæti,“ sagði Jenson Button ökumaður McLaren sem varð 15. „Það var forgangsatriði að komast í mark. Bíllinn var ekki góður samt það var mismunandi afl í mismunandi gírum. Það var skrýtið að keyra bílinn,“ sagði Fernando Alonso ökumaður McLaren, hann varð 16. „Þetta var keppni til að gleyma, ég er ekki kátur. Frammistaða mín var ekki í takt við ótrúlegan stuðning sem ég fékk hér frá áhorfendum,“ sagði Felipe Massa, heimamaðurinn á Williams bílnum sem endaði í áttunda sæti. Massa þarf að fara til dómara keppninnar til að útskýra af hverju eitt af dekkjum hans var rúmlega 30°C heitara en það má vera. Dekkjateppið virtist bila. Líklega verður honum ekki refsað fyrir atvikið því of heitt dekk flýtir ekki fyrir ökumönnum. Formúla Tengdar fréttir Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30 Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30 Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15 Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05 Nico Rosberg vann í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. nóvember 2015 17:34 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nico Rosberg tryggði sér í dag annað sæti í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna í Brasilíu. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Ég er ánægður að hafa getað stjórnað keppninni og að Lewis (Hamilton) hafi aldrei fengið tækifæri. Ég var bara að spara dekkin og fara varlega, ég var ekki að glímavið nein vandræði,“ sagði kátur Rosberg á verðlaunapallinum. Rosberg er fyrstur til að vinna tvær keppnir í Brasilíu í röð síðan Juan Pablo Montoya gerði það 2004 og 2005. „Það er ekki hægt að taka fram úr hérna. Ég skil ekki hvernig aðrir taka fram úr hérna. Það var frekar leiðinlegt að elta alla keppnina. Nico hefur staðið sig vel vel hann ók frábærlega í dag,“ sagði Lewis Hamilton á verðlaunapallinum, hann varð annar. „Ég var að vona að ég fengi tækifæri í ræsingunni en það gerðist ekki. Ég var hálf einmanna í keppninni. Þeir voru of snöggir í dag en við vorum nær í lokin en nokkurtíman áður held ég,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum, hann varð þriðji. „Þetta var góð keppni á milli okkar manna. Ferrari þvingaði okkur til að taka þrjú þjónustuhlé,“ sagði Paddy Lowe, tæknistjóri Mercedes. Það er áhugavert merki um að Ferrari sé að nálgast Mercedes að Mercedes finni þörfina til að breyta keppnisáætlun sinni til að verjast Ferrari. Það lofar góðu fyrir þá sem vilja sjá Mercedes fá meiri samkeppni á næsta ári.Jenson Button var kátur með að vera nær stigasætum en hann bjóst við.Vísir/Getty„Við viljum ekki skipta áætlunum á milli okkar ökumanna. Það flækir málin því þá mun annar alltaf vera fúll og fyrir heildarniðurstöðuna er betra að báðir séu á sömu áætlun,“ sagði Toto Wolff, keppnisstjóri Mercedes. „Við vorum nær stigum en við bjuggumst við, ekki nema 12 sekúndum frá tíunda sæti,“ sagði Jenson Button ökumaður McLaren sem varð 15. „Það var forgangsatriði að komast í mark. Bíllinn var ekki góður samt það var mismunandi afl í mismunandi gírum. Það var skrýtið að keyra bílinn,“ sagði Fernando Alonso ökumaður McLaren, hann varð 16. „Þetta var keppni til að gleyma, ég er ekki kátur. Frammistaða mín var ekki í takt við ótrúlegan stuðning sem ég fékk hér frá áhorfendum,“ sagði Felipe Massa, heimamaðurinn á Williams bílnum sem endaði í áttunda sæti. Massa þarf að fara til dómara keppninnar til að útskýra af hverju eitt af dekkjum hans var rúmlega 30°C heitara en það má vera. Dekkjateppið virtist bila. Líklega verður honum ekki refsað fyrir atvikið því of heitt dekk flýtir ekki fyrir ökumönnum.
Formúla Tengdar fréttir Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30 Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30 Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15 Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05 Nico Rosberg vann í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. nóvember 2015 17:34 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lasinn Lewis Hamilton tekur þátt í Brasilíu Lewis Hamilton neyddist til að seinka flugi sínu til Brasilíu, vegna veikinda. Hann mun þá taka þátt í keppninni að sögn talsmanns Mercedes. 11. nóvember 2015 17:30
Mercedes átti föstudaginn í Brasilíu Lewis Hamilton var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Liðsfélagi hans hjá Mercedes, Nico Rosberg var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari menn eru næstir í röðinni. 13. nóvember 2015 20:30
Hamilton: Ég á eftir að vinna hér, það væri mjög gaman Nico Rosberg setti Mercedes bíl sinn á ráspól í Brasilíu. Hann var átta hundruðustu á undan liðsfélaga sínum, Lewis Hamilton. 14. nóvember 2015 22:15
Nico Rosberg náði fimmta ráspólnum í röð Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól í brasilíska kappakstrinum á morgun. Liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar í tímatökunni og Sebastian Vettel á Ferari varð þriðji. 14. nóvember 2015 17:05
Nico Rosberg vann í Brasilíu Nico Rosberg á Mercedes kom fyrstur í mark í brasilíska kappakstrinum. Lewis Hamilton á Mercedes varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari þriðji. 15. nóvember 2015 17:34
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti