Bætti eitt flottasta NFL-metið í lélegasta leiknum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 10:00 Peyton Manning. Vísir/Getty Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. Manning varð í gær sá leikstjórnandi sem hefur kastað flesta jarda í sögu NFL-deildarinnar og bætti þar met Brett Favre. Meti Favre var 71838 jardar en Manning bætti það með fjögurra jarda kasti á Ronnie Hillman. Leikurinn sjálfur fer hinsvegar líka í sögubækurnar sem einn versti leikur Peyton Manning á ferlinum. Denver tapaði leiknum 29-13 á móti Kansas City Chiefs, Manning kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og Manning var settur á bekkinn í lok þriðja leikhluta. Tölur Manning í leiknum voru svo lélegar að tölfræðieinkunn hans var núll. Það heppnuðust aðeins 5 af 20 sendingum hans, hann kastaði bara samtals 35 jarda, náði ekki að gefa snertimannssendingu en kastaði boltanum aftur á móti fjórum sinnum í hendur mótherjanna. „Ég fór út á völlinn til að hjálpa liðinu en endaði með því að eyðileggja fyrir liðinu," sagði Peyton Manning eftir leikinn. Þetta var aðeins annað tap Denver-liðsins í níu leikjum á tímabilinu en bæði töpin hafa komið í síðustu tveimur leikjum Peyton Manning mistókst að ná í annað met sem er metið yfir flesta sigurleiki. Þetta var annar leikurinn í röð sem honum mistókst að landa því. Vörnin hefur haldið Denver Broncos liðinu á floti á tímabilinu og hún á mestan þátt í þessum sjö sigrum liðsins. Peyton Manning er aftur á móti sá sem hefur kastað boltanum oftast frá sér af öllum leikstjórnendum deildarinnar eða 17 sinnum í 9 leikjum. NFL Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira
Peyton Manning, leikstjórnandi Denver Broncos, bætti eitt eftirsóttasta metið í NFL-deildinni í gær en útkoma leiksins var ekkert til að monta sig yfir. Manning varð í gær sá leikstjórnandi sem hefur kastað flesta jarda í sögu NFL-deildarinnar og bætti þar met Brett Favre. Meti Favre var 71838 jardar en Manning bætti það með fjögurra jarda kasti á Ronnie Hillman. Leikurinn sjálfur fer hinsvegar líka í sögubækurnar sem einn versti leikur Peyton Manning á ferlinum. Denver tapaði leiknum 29-13 á móti Kansas City Chiefs, Manning kastaði boltanum fjórum sinnum frá sér og Manning var settur á bekkinn í lok þriðja leikhluta. Tölur Manning í leiknum voru svo lélegar að tölfræðieinkunn hans var núll. Það heppnuðust aðeins 5 af 20 sendingum hans, hann kastaði bara samtals 35 jarda, náði ekki að gefa snertimannssendingu en kastaði boltanum aftur á móti fjórum sinnum í hendur mótherjanna. „Ég fór út á völlinn til að hjálpa liðinu en endaði með því að eyðileggja fyrir liðinu," sagði Peyton Manning eftir leikinn. Þetta var aðeins annað tap Denver-liðsins í níu leikjum á tímabilinu en bæði töpin hafa komið í síðustu tveimur leikjum Peyton Manning mistókst að ná í annað met sem er metið yfir flesta sigurleiki. Þetta var annar leikurinn í röð sem honum mistókst að landa því. Vörnin hefur haldið Denver Broncos liðinu á floti á tímabilinu og hún á mestan þátt í þessum sjö sigrum liðsins. Peyton Manning er aftur á móti sá sem hefur kastað boltanum oftast frá sér af öllum leikstjórnendum deildarinnar eða 17 sinnum í 9 leikjum.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu „Við máttum ekki gefast upp“ Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Sjá meira