Bíða í rúma tíu tíma eftir miða á Star Wars-mynd í nístingskulda Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2015 15:33 Röðin fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni í dag. Vísir/Anton Elskar þú Stjörnustríðsmyndirnar nógu mikið til að bíða í rúmar tíu klukkustundir í röð í nístingskulda eftir miðum á sérsýningu nýjustu myndarinnar? Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson gera það en þeir mættu klukkan níu í morgun fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni til vera vissir um að tryggja sér miða á sérsýningu verslunarinnar á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens, í næsta mánuði.Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson.Vísir/AntonMiðasala í númeruð sæti hefst í Nexus klukkan hálf átta í kvöld á sýningu sem verður haldin í tveimur sölum í Egilshöll 17. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningar án hléa, þar sem myndin verður sýnd í þrívídd í sal 1 en tvívídd í sal tvö, og verður Star Wars-búningakeppni á undan með veglegum verðlaunum.Sá sem er þriðji í röðinni lét lítið á sér bera þegar Vísir kíkti í heimsókn. Vísir/AntonAðstæður til að bíða svona í röð utandyra, eins og þeir Sigfús og Ragnar hafa gert, eru kannski ekki með besta móti í dag. Þó veðrið sé fallegt hefur verið frekar kalt í Reykjavík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur meðalhitastigið í dag verið í kringum -3,3 gráður. Samkvæmt spánni mun kólna fremur þegar kvöld tekur, gangi spáin eftir verður frostið komið niður í mínus 5 gráður um klukkan sjö í kvöld. „Við erum bara búnir að reyna að finna leiðir til að halda á okkur hita í eiginlega allan dag,“ sagði Sigfús þegar Vísir kíkti á stemninguna í röðinni. Félagarnir hafa haft þann háttinn á að passa upp á plássið á meðan annar þeirra fer inn í Nexus-verslunina til að ylja sér. Þeir voru vel nestaðir fyrir átök dagsins og höfðu með sér lítið taflborð til að drepa tímann. „Við gefumst ekkert upp á þessu, bara nokkrir tíma eftir,“ sagði Ragnar þegar fimm tímar voru í að miðasalan myndi hefjast. Star Wars Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Elskar þú Stjörnustríðsmyndirnar nógu mikið til að bíða í rúmar tíu klukkustundir í röð í nístingskulda eftir miðum á sérsýningu nýjustu myndarinnar? Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson gera það en þeir mættu klukkan níu í morgun fyrir utan Nexus-verslunina í Nóatúni til vera vissir um að tryggja sér miða á sérsýningu verslunarinnar á sjöundu Stjörnustríðsmyndinni, Star Wars: TheForceAwakens, í næsta mánuði.Sigfús Jóhannsson og Ragnar Guðmundsson.Vísir/AntonMiðasala í númeruð sæti hefst í Nexus klukkan hálf átta í kvöld á sýningu sem verður haldin í tveimur sölum í Egilshöll 17. desember næstkomandi. Um er að ræða sýningar án hléa, þar sem myndin verður sýnd í þrívídd í sal 1 en tvívídd í sal tvö, og verður Star Wars-búningakeppni á undan með veglegum verðlaunum.Sá sem er þriðji í röðinni lét lítið á sér bera þegar Vísir kíkti í heimsókn. Vísir/AntonAðstæður til að bíða svona í röð utandyra, eins og þeir Sigfús og Ragnar hafa gert, eru kannski ekki með besta móti í dag. Þó veðrið sé fallegt hefur verið frekar kalt í Reykjavík. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hefur meðalhitastigið í dag verið í kringum -3,3 gráður. Samkvæmt spánni mun kólna fremur þegar kvöld tekur, gangi spáin eftir verður frostið komið niður í mínus 5 gráður um klukkan sjö í kvöld. „Við erum bara búnir að reyna að finna leiðir til að halda á okkur hita í eiginlega allan dag,“ sagði Sigfús þegar Vísir kíkti á stemninguna í röðinni. Félagarnir hafa haft þann háttinn á að passa upp á plássið á meðan annar þeirra fer inn í Nexus-verslunina til að ylja sér. Þeir voru vel nestaðir fyrir átök dagsins og höfðu með sér lítið taflborð til að drepa tímann. „Við gefumst ekkert upp á þessu, bara nokkrir tíma eftir,“ sagði Ragnar þegar fimm tímar voru í að miðasalan myndi hefjast.
Star Wars Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Lífið Kristján Guðmundsson látinn Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira