Stóriðja kemur ekki í veg fyrir flótta ungs fólks af landsbyggðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2015 11:34 Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Stóriðjustörf heilla ekki ungmenni á Norðurlandi sem þátt tóku í rannsókn Nordregio um framtíðarsýn ungmenna á norðurslóðum. Lengi hefur veri til umræðu að stóriðja geti skapað störf á landsbyggðinni en virðist samkvæmt þessum niðurstöðum, sem Anna Karlsdóttir rannsóknarstjóri Nordregio kynnti á Sprengisandi í morgun, ekki samrýmast sýn ungmenna sem þar búa. Þau sjá heldur ekki fyrir sér að starfa í þeim atvinnugreinum sem fyrir eru í þeirra heimabyggð. Framtíðarsýn og óskir ungs fólks á norðurslóðum eru í brennidepli í þessari nýju rannsókn Nordregio en ein helsta áskorun dreifbýlisins er að finna leiðir til að halda í og laða að ungt fólk. Aðeins minnihluti ungmenna sem þátt tóku í könnuninni búast við að búa þar sem þau ólust upp þegar þau eru orðnir fullorðnir einstaklingar. Á Íslandi var rannsóknin gerð í Norðurþingi og Austur-húnavatnssýslu sem og í Þorshöfn þar sem menntunarstig er með því lægsta á landinu. Hinar hefðbundnu atvinnugreinar á svæðinu, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa þar einnig átt undir högg að sækja og því hefur verið svarað með umfangsmikilli iðnaðaruppbyggingu á Bakka, nærri Húsavík. Svo stiklað sé á stóru í niðurstöðum könnunarinnar þá gefa þær að sögn Önnu til kynna að mikið ósamræmi sé á milli áherslu stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni og þankagangs ungs fólks. Þegar það er spurt hvað muni koma því á þann stað sem það vill vera á það sé það menntun sem skeri sig úr. Þessa menntun vilja þau sækja annars staðar, þrátt fyrir miklar framfari í hvers kyns fjarnámi á landinu. Ungt fólk sæki sér einna helst innblásturs til fjölmiða og samfélagsmiðla, þar sem það verður fyrir beinum áhrifum af hnattvæðingunni, fremur en til heimahaganna. Aukin umsvif á norðurslóðum, svo sem olíuvinnsla á Drekasvæðinu sem hefur heillað margan ráðamanninn á síðustu árum, hefur að sama skapi engin áhrif á framtíðaráform ungs fólks. Það sem meira er, í langfæstum tilvikum höfðu þátttakendur gefið þessum verkefnum gaum. Það væri einna helsta ferðaþjónustan í nærumhverfinu sem gæti sannfært það um að verða eftir. Anna Karlsdóttir segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að eflaust sé ráðlegast fyrir íslensk stjórnvöld að leggja áherslu á fjölbreytileika í atvinnuuppbyggingu í stað þess að setja öll eggin í sömu körfuna. Körfu sem jafnvel gæti ekki verið til staðar að tveimur áratugum liðnum. Spjallið í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira