Schumacher heldur áfram að berjast Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2015 19:45 Michael Schumacher. vísir/getty Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er enn að berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa lent í skelfilegu skíðaslysi fyrir tveimur árum. Schumacher féll með höfuðið á grjót og var í haldið sofandi í öndunarvél í sex mánuði áður en hann var vakinn. Stundar hann nú endurhæfingu heima hjá sér. Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari sem hjálpaði Schumacher að vinna heimsmeitaratitilinn fimm sinnum í röð frá 2000-2004, heldur miklu sambandi við ökuþórinn og fjölskyldu hans. „Michael er góður vinur minn og ég er náinn fjölskyldu hans. Við verðum að halda baráttunni áfram með henni,“ segir Todt í viðtali við BBC. Todt segir að frammistaða Lewis Hamilton á tímabilinu, sem vann sinn þriðja heimsmeistaratitil um síðustu helgi, minni sig á Schumacher. „Ég er mjög stoltur af því sem Schumacher gerði og stundum gleymir maður hvað hann afrekaði. Ég hitti Schumacher reglulega og hann heldur baráttunni áfram,“ segir Jean Todt. Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, er enn að berjast fyrir lífi sínu eftir að hafa lent í skelfilegu skíðaslysi fyrir tveimur árum. Schumacher féll með höfuðið á grjót og var í haldið sofandi í öndunarvél í sex mánuði áður en hann var vakinn. Stundar hann nú endurhæfingu heima hjá sér. Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari sem hjálpaði Schumacher að vinna heimsmeitaratitilinn fimm sinnum í röð frá 2000-2004, heldur miklu sambandi við ökuþórinn og fjölskyldu hans. „Michael er góður vinur minn og ég er náinn fjölskyldu hans. Við verðum að halda baráttunni áfram með henni,“ segir Todt í viðtali við BBC. Todt segir að frammistaða Lewis Hamilton á tímabilinu, sem vann sinn þriðja heimsmeistaratitil um síðustu helgi, minni sig á Schumacher. „Ég er mjög stoltur af því sem Schumacher gerði og stundum gleymir maður hvað hann afrekaði. Ég hitti Schumacher reglulega og hann heldur baráttunni áfram,“ segir Jean Todt.
Formúla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira