Peyton sendi út skýr skilaboð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. nóvember 2015 08:15 Stjörnurnar Manning og Rodgers eftir leikinn í nótt. vísir/getty Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Hinn goðsagnakenndi leikstjórnandi Denver Broncos, Peyton Manning, svaraði mörgum spurningum í nótt og öll svörin hans á stóra prófinu gegn Green Bay voru rétt. Denver tók á móti Green Bay en bæði lið höfðu unnið fyrstu sex leiki sína í deildinni. Þetta var aðeins í fjórða sinn í sögu deildarinnar sem tvö lið sem eru 6-0 mætast. Þó svo Denver hafði náð að vinna alla leiki sína í deildinni þá var ekki mikill glæsibragur yfir mörgum sigranna. Manning leit oft illa út og ítrekað þurfti vörnin að koma honum til bjargar. En ekki í nótt. Þá sýndi Manning allar sínar bestu hliðar og svaraði efasemdarmönnum sem sögðu að hann gæti ekki kastað lengra en fimm til tíu metra og að hann væri orðinn of gamall og lúinn. Hann kláraði margar langar sendingar, lék sá sem valdið hafði, átti svör við öllu hjá Packers og leiddi sitt lið til öruggs sigurs gegn liðinu sem margir sögðu vera það besta í deildinni fyrir leikinn. Manning kláraði 21 af 29 sendingum sínum og kastaði 340 jarda. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay, átti einn sinn versta leik á ferlinum en hann kláraði aðeins 14 sendingar og kastaði 77 jarda. Það segir sitt um frábæra frammistöðu varnarinnar hjá Denver. Með sigrinum í nótt náði Manning að jafna met Brett Favre, fyrrum leikstjórnanda Packers, yfir flesta sigra í deildinni eða 186. Nú eru aðeins fjögur lið í deildinni með fullt hús. Það eru Denver, New England, Carolina og Cincinnati sem er í fyrsta sinn í sögu félagsins með árangurinn 7-0.Brees átti ótrúlegan leik í nótt.vísir/gettyLeikur gærdagsins var þó klárlega rimma New Orleans Saints og NY Giants. Þar fóru leikstjórnendurnir Drew Brees hjá Saints og Eli Manning algjörlega á kostum. Brees kastaði boltanum sjö sinnum fyrir snertimarki, og jafnaði met, en Manning sex sinnum. Saints tryggði sér sigur með vallarmarki rétt áður en tíminn rann út. Þetta er leikur sem á seint eftir að gleymast.Úrslit: Denver - Green Bay 29-10 Dallas - Seattle 12-13 Oakland - NY Jets 34-20 St. Louis - San Francisco 27-6 Pittsburgh - Cincinnati 10-16 New Orleans - NY Giants 52-49 Houston - Tennessee 20-6 Cleveland - Arizona 20-34 Chicago - Minnesota 20-23 Baltimore - San Diego 29-26 Atlanta - Tampa Bay 20-23 Kansas City - Detroit 45-10Í nótt: Carolina - Indianapolis.Staðan í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira