400 eintök af sérútgáfunni Subaru WRX STI S207 Finnur Thorlacius skrifar 3. nóvember 2015 10:30 Subaru WRX STI S207 er hin mesta spyrnukerra og söfnunarbíll í leiðinni. Subaru er nú að framleiða 400 eintök af þessari sérútgáfu WRX STI bílsins, sem er svo elskaður af Subaru aðdáendum. Subaru segir að þessi bíll eigi að vera “heimsins ánægjulegasti bíll”, hvorki meira né minna og aldrei að vita nema svo sé. Þessi öflugasta útgáfa bílsins hingað til er 320-330 hestöfl, með stillanlegri fjöðrun, gríðaröflugum Brembo bremsum, 19 tommu sérhönnuðum felgum, risastórri vindskeið að framan og sjálfstæðri vindskeið að aftan. Með þeim er hann tilbúinn til brautaraksturs, en einnig má fá bílinn án þessara vindskeiða. Framsætin eru að sjálfsögðu keppnissæti frá Recaro. Bíllinn kemur í 4 mögulegum litum, svartur, blár, perluhvítur og í þessum gula lit sem hér sést. Þessa sérútgáfu er Subaru að sýna núna á bílasýningunni í Tókýó, en hún hófst í síðustu viku. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent
Subaru er nú að framleiða 400 eintök af þessari sérútgáfu WRX STI bílsins, sem er svo elskaður af Subaru aðdáendum. Subaru segir að þessi bíll eigi að vera “heimsins ánægjulegasti bíll”, hvorki meira né minna og aldrei að vita nema svo sé. Þessi öflugasta útgáfa bílsins hingað til er 320-330 hestöfl, með stillanlegri fjöðrun, gríðaröflugum Brembo bremsum, 19 tommu sérhönnuðum felgum, risastórri vindskeið að framan og sjálfstæðri vindskeið að aftan. Með þeim er hann tilbúinn til brautaraksturs, en einnig má fá bílinn án þessara vindskeiða. Framsætin eru að sjálfsögðu keppnissæti frá Recaro. Bíllinn kemur í 4 mögulegum litum, svartur, blár, perluhvítur og í þessum gula lit sem hér sést. Þessa sérútgáfu er Subaru að sýna núna á bílasýningunni í Tókýó, en hún hófst í síðustu viku.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent