Leikskólastjórarnir vilja ekki sjá á bak sýrlensku systrunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 4. nóvember 2015 08:00 Jana og Joula glaðar í bragði á Drafnarsteini. vísir/vilhelm „Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við viljum gera allt sem er í okkar valdi til þess að halda þeim hér og erum að skoða hvernig við getum beitt okkur fyrir þeirra velferð,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri á Drafnarsteini, um sýrlensku systurnar Joulu og Jönu, þriggja og fjögurra ára. Joula og Jana hófu skólagöngu sína á Drafnarsteini fyrir rúmri viku. „Ég hef verið að spyrjast fyrir um hvað við getum gert. Okkur finnst ótækt að það standi til að senda þær aftur til Grikklands.“ Foreldrar systranna, þau Wael Aliyadah og Feryal Aldahash, komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum með dætur sínar. Þau sóttu um hæli á Íslandi en var neitað og umsókn þeirra verður ekki tekin fyrir þar sem fjölskyldan hefur nú þegar fengið hæli í Grikklandi. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið ætlun þeirra. Wael, faðirinn, segist hafa verið nauðbeygður til þess. Halldóra segir aðlögun systranna hafa gengið vel. Starfsmenn og foreldrar barna á leikskólanum hafa lagt þeim lið og til að mynda gefið þeim útifatnað og aðrar nauðsynjar. Systurnar geta sagt nokkur íslensk orð þrátt fyrir að hafa aðeins verið á leikskólanum í viku; skór, galli og krakkar eru á meðal orða sem þær segja á skýrri íslensku. Þær hafa líka myndað tengsl við leikfélaga sína á leikskólanum þrátt fyrir stutta veru. „Þær plumuðu sig frá fyrsta degi, það var eiginlega stórmerkilegt. Maður sá þær fylgjast með rútínunni og taka svo strax þátt. Þær voru í augljósri þörf fyrir að komast í skóla, það gleymist stundum í umræðunni að það eru mikilvæg réttindi þeirra. Það gengur svo vel hjá fjölskyldunni. Foreldrarnir hafa einnig lagt hart að sér í íslenskunámi og geta sagt nokkrar setningar á íslensku. Foreldrarnir á leikskólanum láta sér annt um fjölskylduna. Við spyrjum okkur öll að því af hverju fjölskyldan fái ekki að vera hér,“ segir Halldóra. Wael og Feryal sögðu sögu sína í Kastljósi snemma í haust. Þá greindu þau frá því að þau hefðu ekki haft annað val en að sækja um hæli í Grikklandi. Annars hefðu þau verið handtekin. Wael og Feryal óttast að vera send til baka þar sem aðstæður eru á engan hátt tryggar í Grikklandi.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira