App sem verðlaunar umhverfisvænni lífsstíl Sæunn Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2015 09:19 Birna Guðmundsdóttir og Daniela Schiffer, meðstofnandi fyrirtækisins, segja að vegna appsins sé nú til Ernst & Young skógur í Þýskalandi. Vísir/Changers The Changers CO2 fit appið gerir fyrirtækjum og bæjarfélögum kleift að hvetja starfsmenn eða íbúa sína til umhverfisvænni lífsstíls. Appið mælir kílómetra sem farnir eru með umhverfisvænum hætti og reiknar út hve mikið kolefni hafi verið sparað með því. Birna Guðmundsdóttir, starfsnemi hjá Changers, segir í viðtali við Fréttablaðið að auðveldast sé að byrja á að mæla vegalengdir en svo muni tíminn leiða í ljós hvernig appið þróast. Fyrirtæki eða bæjarfélög greiða fyrir appið og hvetja starfsmenn eða íbúa sína til að keppa sín á milli í því að spara sem mest kolefni. Svo er fólkið verðlaunuð þegar það hefur ferðast ákveðið langt gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Meðal verðlauna er plöntun trjáa eða ókeypis máltíð í matsölu fyrirtækja. Síðan fyrirtæki fengu aðgang að appinu í ársbyrjun hafa notendur þess, meðal annars starfsmenn BMP og Ernst & Young, sparað milljón kíló af CO2 með því að nota umhverfisvænni samgöngur. Í staðinn hefur 1.463 trjám verið plantað í Þýskalandi. Markmið fyrirtækisins, að sögn Danielu Schiffer meðstofnanda þess, er að spara 100 milljón kíló árið 2016. Appið er mest notað innan Þýskalands í dag en stefnir á alþjóðlega markaði. „Við lítum á okkur sem alþjóðlegt fyrirtæki sem er að takast á við alþjóðleg vandamál sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Við viljum að þetta app hvetji fyrirtæki og starfsmenn þess til að gera eitthvað gott fyrir sig og umhverfi sitt. Við byrjuðum í Þýskalandi þar sem heimamarkaður okkar er þar. Til lengri tíma litið horfum við til Norður-Ameríku og sjáum appið sem notendavænt úti um allan heim. Það er nú þegar hægt að hlaða niður appinu í níutíu löndum,“ segir Schiffer. Changers líta nú til Norðurlanda og er Birna að vinna að markaðssetningu appsins á þeim markaði. „Það er mjög áhugavert að einbeita sér að honum þar sem fólk er mjög meðvitað um áhrif loftslagsbreytinga í Skandinavíu,“ segir Birna. Í augnablikinu byggir appið á því hvernig hægt sé að spara kolefni í samgöngum, næsta skref verði hins vegar að mæla leiðir til að spara kolefni í matarneyslu og öðru. „Við skoðum þetta út frá samgöngum í dag þar sem snjallsímar gera okkur kleift að greina hreyfingarmynstur. Okkar næsta skref gæti verið matarneysla eða annað sem tengist kolefnislosun,“ segir Schiffer. Birna tekur undir með henni. „Tíminn verður bara að leiða ljós hvernig appið þróast,“ segir Birna að lokum. Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
The Changers CO2 fit appið gerir fyrirtækjum og bæjarfélögum kleift að hvetja starfsmenn eða íbúa sína til umhverfisvænni lífsstíls. Appið mælir kílómetra sem farnir eru með umhverfisvænum hætti og reiknar út hve mikið kolefni hafi verið sparað með því. Birna Guðmundsdóttir, starfsnemi hjá Changers, segir í viðtali við Fréttablaðið að auðveldast sé að byrja á að mæla vegalengdir en svo muni tíminn leiða í ljós hvernig appið þróast. Fyrirtæki eða bæjarfélög greiða fyrir appið og hvetja starfsmenn eða íbúa sína til að keppa sín á milli í því að spara sem mest kolefni. Svo er fólkið verðlaunuð þegar það hefur ferðast ákveðið langt gangandi, hjólandi eða með almenningssamgöngum. Meðal verðlauna er plöntun trjáa eða ókeypis máltíð í matsölu fyrirtækja. Síðan fyrirtæki fengu aðgang að appinu í ársbyrjun hafa notendur þess, meðal annars starfsmenn BMP og Ernst & Young, sparað milljón kíló af CO2 með því að nota umhverfisvænni samgöngur. Í staðinn hefur 1.463 trjám verið plantað í Þýskalandi. Markmið fyrirtækisins, að sögn Danielu Schiffer meðstofnanda þess, er að spara 100 milljón kíló árið 2016. Appið er mest notað innan Þýskalands í dag en stefnir á alþjóðlega markaði. „Við lítum á okkur sem alþjóðlegt fyrirtæki sem er að takast á við alþjóðleg vandamál sem loftslagsbreytingar hafa í för með sér. Við viljum að þetta app hvetji fyrirtæki og starfsmenn þess til að gera eitthvað gott fyrir sig og umhverfi sitt. Við byrjuðum í Þýskalandi þar sem heimamarkaður okkar er þar. Til lengri tíma litið horfum við til Norður-Ameríku og sjáum appið sem notendavænt úti um allan heim. Það er nú þegar hægt að hlaða niður appinu í níutíu löndum,“ segir Schiffer. Changers líta nú til Norðurlanda og er Birna að vinna að markaðssetningu appsins á þeim markaði. „Það er mjög áhugavert að einbeita sér að honum þar sem fólk er mjög meðvitað um áhrif loftslagsbreytinga í Skandinavíu,“ segir Birna. Í augnablikinu byggir appið á því hvernig hægt sé að spara kolefni í samgöngum, næsta skref verði hins vegar að mæla leiðir til að spara kolefni í matarneyslu og öðru. „Við skoðum þetta út frá samgöngum í dag þar sem snjallsímar gera okkur kleift að greina hreyfingarmynstur. Okkar næsta skref gæti verið matarneysla eða annað sem tengist kolefnislosun,“ segir Schiffer. Birna tekur undir með henni. „Tíminn verður bara að leiða ljós hvernig appið þróast,“ segir Birna að lokum.
Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira