Bæjarar fóru illa með menn Wenger í kvöld | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2015 21:30 David Alaba fagnar frábæru markim sínu. Vísir/Getty Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. Bayern München var með mikla yfirburði í leiknum og sýndu það og sönnuðu að tapið á móti Arsenal í síðasta leik var slys. Bayern München hefur nú níu stig af tólf mögulegum og er með fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Það bætti ekki kvöldið fyrir Arsenal að Olympiakos vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á sama tíma og Arsenal því sex stigum frá sextán liða úrslitunum þegar aðeins tveir leikur eru eftir. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi í þessum leik á Allianz Arene en Bæjarar voru í miklu stuði og spiluðu frábæran fótbolta. Robert Lewandowski var búinn að koma Bayern München í 1-0 strax á 10. mínútu leiksins þegar hann skallaði inn sendingu frá Thiago. Arsenal-menn heimtuðu rangstöðu en endursýningarnar sönnuðu annað. Arsenal kom boltanum í mark Bæjara aðeins tveimur mínútum eftir að Bayern komst yfir en mark Mesut Özil var dæmt af þar sem hann virtist nota höndina til þess að skora. Aðstoðardómararnir létu það ekki fara framhjá sér og markið var dæmt af. Thomas Müller kom Bayern í 2-0 á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir að Kingsley Coman lagði fyrirgjöf Philipp Lahm fyrir Müller. David Alaba skoraði þriðja markið með frábæru langskoti rétt fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 í hálfleik. Arjen Robben kom inná sem varamaður á 54. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma Bayern-liðinu í 4-0 eftir sendingu frá David Alaba. Olivier Giroud minnkaði muninn í 4-1 á 69. mínútu en það var langt frá því að vera nóg. Thomas Müller skoraði sitt annað marki í leiknum og fimmta mark Bæjara í leiknum á 89. mínútu og stórsigur Bæjarar var í höfn.Lewandowski kemur Bayern yfir á móti Arsenal Mesut Özil skorar en markið dæmt af Müller eykur forkost Bæjara í 2-0 Frábært mark hjá David Alaba Robben varla kominn inná þegar hann skoraði Giroud minnkar muninn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Bayern München fór langt með að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum Meistaradeildarinnar um leið og að koma Arsenal í enn verri stöðu þegar þýsku meistararnir unnu 5-1 sigur á lærisveinum Arsene Wenger í München í kvöld. Bayern München var með mikla yfirburði í leiknum og sýndu það og sönnuðu að tapið á móti Arsenal í síðasta leik var slys. Bayern München hefur nú níu stig af tólf mögulegum og er með fimm stiga forskot á liðið í þriðja sæti þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Það bætti ekki kvöldið fyrir Arsenal að Olympiakos vann 2-1 sigur á Dinamo Zagreb á sama tíma og Arsenal því sex stigum frá sextán liða úrslitunum þegar aðeins tveir leikur eru eftir. Það var ljóst strax frá byrjun í hvað stefndi í þessum leik á Allianz Arene en Bæjarar voru í miklu stuði og spiluðu frábæran fótbolta. Robert Lewandowski var búinn að koma Bayern München í 1-0 strax á 10. mínútu leiksins þegar hann skallaði inn sendingu frá Thiago. Arsenal-menn heimtuðu rangstöðu en endursýningarnar sönnuðu annað. Arsenal kom boltanum í mark Bæjara aðeins tveimur mínútum eftir að Bayern komst yfir en mark Mesut Özil var dæmt af þar sem hann virtist nota höndina til þess að skora. Aðstoðardómararnir létu það ekki fara framhjá sér og markið var dæmt af. Thomas Müller kom Bayern í 2-0 á 29. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir að Kingsley Coman lagði fyrirgjöf Philipp Lahm fyrir Müller. David Alaba skoraði þriðja markið með frábæru langskoti rétt fyrir hálfleik og staðan var því 3-0 í hálfleik. Arjen Robben kom inná sem varamaður á 54. mínútu og aðeins mínútu síðar var hann búinn að koma Bayern-liðinu í 4-0 eftir sendingu frá David Alaba. Olivier Giroud minnkaði muninn í 4-1 á 69. mínútu en það var langt frá því að vera nóg. Thomas Müller skoraði sitt annað marki í leiknum og fimmta mark Bæjara í leiknum á 89. mínútu og stórsigur Bæjarar var í höfn.Lewandowski kemur Bayern yfir á móti Arsenal Mesut Özil skorar en markið dæmt af Müller eykur forkost Bæjara í 2-0 Frábært mark hjá David Alaba Robben varla kominn inná þegar hann skoraði Giroud minnkar muninn
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira