Jafnrétti í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að breyta menningu og það er erfitt að breyta samfélagi og það er þess vegna sem jafnréttisáætlanir eru svo mikilvægar. Áætlun um hvað við ætlum að gera til að leiðrétta mismunun og hvernig við ætlum að breyta, fræða og fræðast til að fyrirbyggja mismunun í framtíðinni. Það er til dæmis gjörsamlega óskiljanlegt og ólíðandi að konur fái lægri laun fyrir sitt vinnuframlag en karlar, að konur beri umönnunarbyrði samfélagsins í meira mæli og að svo hræðilega algengt sé að konur séu beittar ofbeldi.Fjölbreytni Nýsamþykkt jafnréttisáætlun Reykjavíkurborgar tekur einnig til þess hvernig jafna má stöðu fólks í Reykjavík út frá fleiri þáttum en kyni. Þar má nefna kynhneigð, upprunaland, aldur, heilsu og fötlun eða bara það sem á einhvern hátt er frábrugðið því sem samfélagið hefur ákveðið að sé norm. Þess vegna er mikilvægt að hugað sé að margfaldri mismunun við ákvarðanir og rekstur borgarinnar.Kyngreind gögn Við stjórn og stefnumótun borgarinnar er mikilvægt að nýta kynjaða fjárhagsáætlun. Það vinnulag leiðir til betri og réttlátari ákvarðanatöku og Reykjavík er að mörgu leyti til fyrirmyndar að þessu leyti. Það er mikilvægt að fá kyngreind gögn og að við notum jafnréttismat markvisst til þess að geta meðvitað í okkar ákvörðunum stuðlað að auknu jafnrétti kynjanna. Það er líka mikilvægt að gefa út kyngreind gögn eins og mannréttindaskrifstofan hefur gert árum saman þar sem borgarbúar sjá svart á hvítu stöðuna eins og hún er.Fræðsla Til að koma í veg fyrir að næstu kynslóðir haldi áfram í sama fari eru áherslur á menntamál mikilvægar. Jafnréttisskólinn er fróðleiksbrunnur um jafnrétti í víðum skilningi í skóla- og frístundastarfi og það er gríðarlega mikilvægt að við stöndum vel að kennslu um jafnrétti. Við sjáum að enn hafa börn og ungmenni frekar staðlaðar hugmyndir um hlutverk og hæfileika kynjanna og það er skaðlegt og sorglegt um leið og setur því skorður hvaða nám og starf ungmenni velja sér í framtíðinni og viðheldur kynskiptum vinnumarkaði. Í anda nýsamþykktrar upplýsingastefnu borgarinnar finnst mér tilvalið að við opnum matskerfið sem er síðasta aðgerðin í þessari aðgerðaáætlun fyrir borgarbúum þannig að allir geti fylgst með hvernig vinnu samkvæmt þessari aðgerðaáætlun miðar.Sömu laun fyrir sömu vinnu Í nýlegri skýrslu um launamun kynjanna hjá Reykjavíkurborg kemur fram að hann er að minnka og það er vel en við verðum að halda þar ótrauð áfram. Það er enginn að segja að stjórnendur meðvitað ákveði að borga konum lægri laun en það gerist eins og sjálfkrafa að framlag karla er metið að meiri verðleikum en framlag kvenna, ósjálfrátt og ómeðvitað – aftur og aftur og aftur, ekki bara í launamálum heldur miklu víðar. Þess vegna þarf róttækar aðgerðir og stöðuga fræðslu.Ofbeldi gegn konum er ólíðandi Kynbundið ofbeldi er einnig afkvæmi þessa gamla kynjakerfis og er stærsta ofbeldisógn sem til staðar er í samfélaginu. Nýstofnuð ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar mun fylgja eftir aðgerðum til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og ég bind miklar vonir við að þar munum við ná árangri.Mannréttindaborgin Reykjavík Reykjavíkurborg sem stærsta sveitarfélag landsins hefur mikil tækifæri til að hafa áhrif þar sem þjónusta borgarinnar snertir stóran hluta Íslendinga allt frá vöggu til grafar. Það þýðir líka að Reykjavíkurborg ber mikla ábyrgð á ástandinu eins og það er. Það er því á okkar ábyrgð að tryggja að Reykjavíkurborg verði raunverulegt hreyfiafl í baráttunni fyrir jöfnum rétti og tækifærum fólks. Reykjavíkurborg er og á að vera í fararbroddi í mannréttindamálum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar