Fyrsti sigur Liverpool í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. nóvember 2015 19:45 Jordon Ibe fagnar hér sigurmarki sínu. Vísir/Getty Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 sigur á Rubin Kazan þegar liðin mættust í Evrópudeildinni í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í Evrópudeildinni á tímabilinu en liðið gerði jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum. Liverpool var með algjöra yfirburði í leiknum fram að sigurmarki Jordon Ibe á 52. mínútu leiksins en það dró mjög af Liverpool-liðinu á lokakafla leiksins. Heimamenn í Rubin Kazan ógnuðu Liverpool-liðinu aðeins í lokin en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu. Liverpool hefur nú sex stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Sion og þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem missti leik sinn við Sion í kvöld niður í 1-1 janftefli í lokin. Liverpool var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í mark Rússanna. James Milner fékk frábært færi strax á 6. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Roberto Firmino en skot hans fór í slána og yfir. Það þurfti síðan svaka tilþrif frá markverðinum Sergei Ryzhikov til að koma veg fyrir að varnarmaður Rubin Kazan skoraði sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Yfirburðirnir voru algjörir, Liverpool var 76 prósent með boltann í fyrri hálfleiknum og átti tólf skottilraunir að marki. Pressa Liverpool bar loksins árangur á sjöundu mínútu seinni hálfleiks. Jordon Ibe fékk þá boltann frá Roberto Firmino inn í svæðið fyrir framan vörnina, lék upp að teig og lagði boltann í hornið, í stöngina og inn. Liverpool slakaði aðeins á í lokin en liðið spilaði vel í þessum leik og átti sigurinn svo sannarlega skilinn. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sjá meira
Jordon Ibe tryggði Liverpool 1-0 sigur á Rubin Kazan þegar liðin mættust í Evrópudeildinni í Rússlandi í dag. Þetta var fyrsti sigur Liverpool-liðsins í Evrópudeildinni á tímabilinu en liðið gerði jafntefli í þremur fyrstu leikjum sínum. Liverpool var með algjöra yfirburði í leiknum fram að sigurmarki Jordon Ibe á 52. mínútu leiksins en það dró mjög af Liverpool-liðinu á lokakafla leiksins. Heimamenn í Rubin Kazan ógnuðu Liverpool-liðinu aðeins í lokin en sigurinn var þó aldrei í mikilli hættu. Liverpool hefur nú sex stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Sion og þremur stigum á undan franska liðinu Bordeaux sem missti leik sinn við Sion í kvöld niður í 1-1 janftefli í lokin. Liverpool var miklu betra liðið í fyrri hálfleiknum en tókst ekki að koma boltanum í mark Rússanna. James Milner fékk frábært færi strax á 6. mínútu eftir glæsilegan undirbúning Roberto Firmino en skot hans fór í slána og yfir. Það þurfti síðan svaka tilþrif frá markverðinum Sergei Ryzhikov til að koma veg fyrir að varnarmaður Rubin Kazan skoraði sjálfsmark í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Yfirburðirnir voru algjörir, Liverpool var 76 prósent með boltann í fyrri hálfleiknum og átti tólf skottilraunir að marki. Pressa Liverpool bar loksins árangur á sjöundu mínútu seinni hálfleiks. Jordon Ibe fékk þá boltann frá Roberto Firmino inn í svæðið fyrir framan vörnina, lék upp að teig og lagði boltann í hornið, í stöngina og inn. Liverpool slakaði aðeins á í lokin en liðið spilaði vel í þessum leik og átti sigurinn svo sannarlega skilinn.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti