Seðlabankastjóri boðar afnám hafta á almenning á næsta ári ingvar haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 11:54 Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur hugsanlegt að lífeyrissjóðum verði hleypt sérstaklega úr höftum. vísir/stefán karlsson Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“ Tækni Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur góðar líkur á að hægt verði að fara í afnám gjaldeyrishafta á almenning á næsta ári. „Ég hef sagt það ef að við spillum sjálf ekki of mikið jafnvæginu í þjóðarbúskapnum sem birtist í auknum viðskiptafgangi, og þó verðbólgunni ekki komin hærra en þetta og fleiri þáttum þá séu mjög góðar líkur á að það sé hægt að fara mjög hratt í þá losun þegar uppgjör búanna og aflandskrónuútboðið er búið. Það er að segja, að við getum farið mjög hratt í losun á næsta ári,“ segir Már í samtali við Vísi. Slitabúin hafa fengið frest til 15. mars til að ljúka nauðasamningum. Hugsanlega verði lífeyrissjóðum hleypt fyrst út úr höftunum. „Varðandi lífeyrissjóðina þá geta verið ágætisforsendur fyrir því að hleypa þeim eitthvað út, bara sérstaklega,“ segir hann.Fjármálaráðherra og Seðlabankastjóri segja báðir aðstæður vera góðar til að afnema höftin á næsta ári.vísir/vilhelmBjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert væri því til fyrirstöðu að stór skref verði stigin í afnámi hafta eftir gjaldeyrisuppboð fyrir aflandskrónueigendur lýkur í janúar. „Ef við trúum því að við séum búin að leysa greiðslujafnaðarvandann vegna slitabúanna, og að því gefnu að útboðið takist vel, þá er ekkert í ytra umhverfinu sem kallar á höft fyrir íslenska hagkerfið,“ sagði Bjarni. Seðlabankastjóri á von á því að fjármagnsflutningar verði frjálsir gagnvart almenningi en takmarkanir verði hjá bönkum og ákveðnum erlendum fjárfestum. „Ég held að þetta verði alveg frjálst fyrir fyrirtæki og heimil og þá sem eru í viðskiptum og að flytja fjármagn.“ Sandur í tannhjól frjálsra fjármagnshreyfinga„Það sem verður ekki alveg frjálst er að við erum núna með regluverk í kringum bankakerfið sem getur ekki tekið eins mikla stöðu og áður. Svo er ég líka að vona að það verði hömlur á möguleika innlendra fjármálafyrirtækja að miðla erlendum lánum til heimila og fyrirtækja sem ekki eru með tekjur í erlendri mynt,“ segir Már. Þá vinni seðlabankinn að tillögum sem takmarka eigi svokölluð vaxtamunaviðskipti erlendra aðila með fjárfestingum hér á landi á hærri ávöxtun en fáist annars staðar. Þeirri vinnu hefur verið flýtt vegna talsverðs innflæðis erlends fjármagns á síðustu mánuðum. „Allt er þetta einhvers konar sandur í tannhjól algjörlega frjálsra fjármagnshreyfinga. En það á ekki að trufla neitt sem skiptir efnahagslegu máli því að óheftir frjálsir fjármagnsstraumar eru náttúrulega mjög jákvæðir þegar það tengist einhverjum raunverulegum undirliggjandi viðskiptum.“ Svo fólk getur bráðum farið að kaupa sér hús á Spáni og hlutabréf í Apple?„Ef það á fyrir því þá mun það bráðum fara að geta gert það.“
Tækni Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent