Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Ritstjórn skrifar 12. nóvember 2015 10:00 Erna Einarsdóttir Mynd/Anton Brink "Ég heyrði ekki almennilega hvað hún sagði svo ég bað hana um að stafa nafnið fyrir mig og skrifaði nafnið Hedi Slimane á blað. Það var smá sjokk að yfirhönnuður Yves Saint Laurent væri að boða mig í atvinnuviðtal," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir í viðtali við nýjasta tölublað Glamour. Lífið hjá Ernu tók óvænta stefnu stuttu eftir að hún var komin í innsta hring tískuheimsins hjá einu stærsta tískuhúsi Parísarborgar, Saint Laurent, sem skilaði henni aftur heim þar sem hún nú gegnir stöðu yfirhönnuðar hjá Geysi. Erna hefur frá því að hún man eftir sér haft unun og ástríðu af fötum og tísku. Hún er útskrifuð úr einu eftirsóttasta fatahönnunarnámi í heimi við Central Saint Martins-skólann í London. Þrátt fyrir að hafa landað vinnu í hönnunarteymi Hedi Slimane hjá Saint Laurent kveðst hún vera í draumastarfinu núna, sem yfirhönnuður hjá íslenska merkinu Geysi þar sem margt spennandi er í pípunum.Fróðlegt viðtal við Ernu sem lesa má í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour!Úr nýju línunni sem er væntanleg í verslanir Geysir í þessum mánuði. Tryggðu þér áskrift með því að fara inn hér, senda póst á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550. Glamour Tíska Mest lesið Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour Blac Chyna nakin og ólétt á forsíðu Paper Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour
"Ég heyrði ekki almennilega hvað hún sagði svo ég bað hana um að stafa nafnið fyrir mig og skrifaði nafnið Hedi Slimane á blað. Það var smá sjokk að yfirhönnuður Yves Saint Laurent væri að boða mig í atvinnuviðtal," segir fatahönnuðurinn Erna Einarsdóttir í viðtali við nýjasta tölublað Glamour. Lífið hjá Ernu tók óvænta stefnu stuttu eftir að hún var komin í innsta hring tískuheimsins hjá einu stærsta tískuhúsi Parísarborgar, Saint Laurent, sem skilaði henni aftur heim þar sem hún nú gegnir stöðu yfirhönnuðar hjá Geysi. Erna hefur frá því að hún man eftir sér haft unun og ástríðu af fötum og tísku. Hún er útskrifuð úr einu eftirsóttasta fatahönnunarnámi í heimi við Central Saint Martins-skólann í London. Þrátt fyrir að hafa landað vinnu í hönnunarteymi Hedi Slimane hjá Saint Laurent kveðst hún vera í draumastarfinu núna, sem yfirhönnuður hjá íslenska merkinu Geysi þar sem margt spennandi er í pípunum.Fróðlegt viðtal við Ernu sem lesa má í heild sinni í nýjasta tölublaði Glamour!Úr nýju línunni sem er væntanleg í verslanir Geysir í þessum mánuði. Tryggðu þér áskrift með því að fara inn hér, senda póst á glamour@glamour.is eða í síma 512 5550.
Glamour Tíska Mest lesið Nýjasta viðbót H&M er outlet með merkjavöru Glamour North West er byrjuð að stelast í fataskápinn hjá Kim Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Pharrell Williams í samstarfi með Chanel Glamour Google spáir fyrir um hausttískuna Glamour "Umræðan er orðin svo hatursfull og sjúk.“ Glamour "Hættulegt að hugsa of mikið um hamingjuna“ Glamour Götutískan í Mílanó kom skemmtilega á óvart Glamour Blac Chyna nakin og ólétt á forsíðu Paper Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour