Voru á vergangi í Grikklandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Wael Aliyadah og Feryal Aldahash ásamt dætrum sínum Jönu og Joulu. Þau fá ekki landvistarleyfi hér. Fréttablaðið/Ernir Wael Aliyadah og Feryal Aldahash leggja hart að sér í íslenskunámi. „Fáðu þér að borða,“ segir Feryal á íslensku og leggur disk með niðurskornum ávöxtum á stofuborðið. „Ég þarf að gera erfitt heimaverkefni í kvöld,“ bætir hún við og flettir í verkefnabók í íslensku. Hún veltir fyrir sér endingu íslenskra orða eftir því hvort kynið er ávarpað. „Ertu gift?“ Les hún upp úr bókinni. „Ertu giftur?“ „Þetta er allt að koma,“ segir hún og kímir. „Epli,“ segir Jana dóttir hennar stolt og bendir á diskinn. Fjölskyldan dvaldi meira en eitt ár í Grikklandi fyrir komuna hingað. „Við vorum búin að missa traust á yfirvöldum við komuna,“ segir Wael en í Grikklandi var honum og Feryal hótað fangelsi. „Þess vegna sótti ég um hæli. Ég ætlaði ekki að gera það en ég þorði ekki annað. Lögreglan sagði mér að ég myndi fara í fangelsi og eiginkona mín líka. Dætur mínar, þær hefðu verið sendar eitthvað annað. Það voru tekin af mér fingraför og ég fékk eitthvert plagg sem ég skildi ekki almennilega.“ Þau voru á vergangi í Grikklandi stóran hluta dvalarinnar þar. „Við gistum oft í görðum og skiptumst á að vaka yfir stelpunum. Við vorum dauðhrædd um að þeim yrði rænt,“ segir Wael. „Við gistum einu sinni í garði fyrir aftan kirkju og báðum oft um mat. Ég fékk stundum mat en ekki nóg til að fæða alla fjölskylduna.“ Þegar Jana og Joula veiktust af vosbúðinni segjast þau hafa áttað sig á að fjölskyldan gæti ekki þrifist þar. „Við vissum að stelpurnar þyrftu sýklalyf og læknisaðstoð og leituðum á sjúkrahús. Við áttum enga peninga og var því vísað frá. Þá tók við erfið atburðarás en að lokum eftir ótal fyrirspurnir fengum við aðstoð frá góðviljuðu fólki sem greiddi læknisaðstoð og húsaskjól.“ Fjölskyldan fékk þak yfir höfuðið en var enn ein á báti. Enginn möguleiki var á skólavist fyrir stelpurnar, fæði eða klæðum. Wael leitaði á náðir ættingja sinna sem enn voru í Sýrlandi. „Ég vildi bjarga dætrum mínum. Bróðir minn lánaði mér fyrir ferðinni til Íslands og hingað komum við fyrir fjórum mánuðum. Við lentum um miðja nótt um helgi. Við fórum strax á veitingastaðinn Ali Baba og báðum eigendur þar um aðstoð. Þeir voru þeir einu sem við vissum að væru hér. Það var bjart úti þótt það væri nótt og Íslendingar að skemmta sér. Þeir hjálpuðu okkur þessa nótt.“ Þau sóttu um hæli en umsókninni var hafnað. Hún var ekki tekin fyrir vegna þess að fjölskyldan var komin með hæli í Grikklandi. „Hvað hefðir þú gert í sömu aðstæðum? Ég spurði að þessu á Útlendingastofnun en það var lítið um svör. Ég var nauðbeygður, ef ég hefði ekki sótt um hæli þá hætti ég á að missa dætur mínar frá mér.“ Flóttamenn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira
Wael Aliyadah og Feryal Aldahash leggja hart að sér í íslenskunámi. „Fáðu þér að borða,“ segir Feryal á íslensku og leggur disk með niðurskornum ávöxtum á stofuborðið. „Ég þarf að gera erfitt heimaverkefni í kvöld,“ bætir hún við og flettir í verkefnabók í íslensku. Hún veltir fyrir sér endingu íslenskra orða eftir því hvort kynið er ávarpað. „Ertu gift?“ Les hún upp úr bókinni. „Ertu giftur?“ „Þetta er allt að koma,“ segir hún og kímir. „Epli,“ segir Jana dóttir hennar stolt og bendir á diskinn. Fjölskyldan dvaldi meira en eitt ár í Grikklandi fyrir komuna hingað. „Við vorum búin að missa traust á yfirvöldum við komuna,“ segir Wael en í Grikklandi var honum og Feryal hótað fangelsi. „Þess vegna sótti ég um hæli. Ég ætlaði ekki að gera það en ég þorði ekki annað. Lögreglan sagði mér að ég myndi fara í fangelsi og eiginkona mín líka. Dætur mínar, þær hefðu verið sendar eitthvað annað. Það voru tekin af mér fingraför og ég fékk eitthvert plagg sem ég skildi ekki almennilega.“ Þau voru á vergangi í Grikklandi stóran hluta dvalarinnar þar. „Við gistum oft í görðum og skiptumst á að vaka yfir stelpunum. Við vorum dauðhrædd um að þeim yrði rænt,“ segir Wael. „Við gistum einu sinni í garði fyrir aftan kirkju og báðum oft um mat. Ég fékk stundum mat en ekki nóg til að fæða alla fjölskylduna.“ Þegar Jana og Joula veiktust af vosbúðinni segjast þau hafa áttað sig á að fjölskyldan gæti ekki þrifist þar. „Við vissum að stelpurnar þyrftu sýklalyf og læknisaðstoð og leituðum á sjúkrahús. Við áttum enga peninga og var því vísað frá. Þá tók við erfið atburðarás en að lokum eftir ótal fyrirspurnir fengum við aðstoð frá góðviljuðu fólki sem greiddi læknisaðstoð og húsaskjól.“ Fjölskyldan fékk þak yfir höfuðið en var enn ein á báti. Enginn möguleiki var á skólavist fyrir stelpurnar, fæði eða klæðum. Wael leitaði á náðir ættingja sinna sem enn voru í Sýrlandi. „Ég vildi bjarga dætrum mínum. Bróðir minn lánaði mér fyrir ferðinni til Íslands og hingað komum við fyrir fjórum mánuðum. Við lentum um miðja nótt um helgi. Við fórum strax á veitingastaðinn Ali Baba og báðum eigendur þar um aðstoð. Þeir voru þeir einu sem við vissum að væru hér. Það var bjart úti þótt það væri nótt og Íslendingar að skemmta sér. Þeir hjálpuðu okkur þessa nótt.“ Þau sóttu um hæli en umsókninni var hafnað. Hún var ekki tekin fyrir vegna þess að fjölskyldan var komin með hæli í Grikklandi. „Hvað hefðir þú gert í sömu aðstæðum? Ég spurði að þessu á Útlendingastofnun en það var lítið um svör. Ég var nauðbeygður, ef ég hefði ekki sótt um hæli þá hætti ég á að missa dætur mínar frá mér.“
Flóttamenn Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Sjá meira