Þúsundir sóttar til Sharm el-Sheikh Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. nóvember 2015 07:00 Ferðafólk í Sharm el-Sheikh notfærir sér afþreyingarmöguleika meðan beðið er eftir flugvélum til að flytja það heim. vísir/epa Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“ Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira