Þúsundir sóttar til Sharm el-Sheikh Guðsteinn Bjarnason skrifar 9. nóvember 2015 07:00 Ferðafólk í Sharm el-Sheikh notfærir sér afþreyingarmöguleika meðan beðið er eftir flugvélum til að flytja það heim. vísir/epa Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“ Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Flestir virðast nú komnir á þá skoðun að sprengja hafi grandað rússnesku farþegaþotunni, sem hrapaði á Sínaískaga fyrir rúmlega viku. Egypsku sérfræðingarnir, sem hafa unnið að rannsókn hrapsins, segjast vera orðnir 90 prósent öruggir um að sprengja hafi orsakað það. Rannsóknin beinist nú að hljóðupptöku frá síðustu sekúndum flugsins, og hafa meðal annars sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, verið fengnir til þess að skoða upptökuna. Rússneskir sérfræðingar hafa einnig haldið til Egyptalands til að taka þátt í rannsókninni. Flugvélin, sem var af gerðinni Airbus A321, hrapaði skyndilega 23 mínútum eftir flugtak frá ferðamannabænum Sharm el-Sheikh, sem er syðst á Sínaískaga. Um borð voru 224 manns, flestir Rússar, og fórust þeir allir. Fjölmennar minningarathafnir hafa verið haldnar í Rússlandi og ríkir þar þjóðarsorg vegna atburðarins. Vitni sögðu vélina hafa brotnað í sundur áður en hún hrapaði og á upptökunni má greina hljóð, sem virðist vera sprengjuhljóð, örstuttu áður en vélin hrapaði. Liðsmenn öfgasamtakanna Íslamskt ríki hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni, en í fyrstu þótti yfirlýsing þeirra ekki trúverðug.Öryggisleit í Sharm el-Sheikh, þar sem öryggismálum er sagt ábótavant.vísir/epaÖryggismálum á flugvellinum í Sharm el-Sheikh þykir ábótavant, en athyglin hefur einnig beinst að flugvöllum víðar í löndum þar sem öfgahópar vaða uppi. Öryggiseftirlit á flugvellinum í Sharm el-Sheikh er sagt meingallað, þannig að auðvelt sé að koma óleyfilegum farangri um borð. Fjölmargir ferðamenn eru strandaglópar í Sharm el-Sheikh eftir að Rússar, Bretar og fleiri þjóðir hættu flugi þangað af öryggisástæðum í kjölfar þess að rússneska vélin hrapaði. Nú um helgina hófu Rússar að senda flugvélar til Sharm el-Sheikh til þess að ná í rússneska ferðalanga þar. Alls voru 80 þúsund rússneskir ferðamenn þar og er meiningin að koma þeim öllum burt innan nokkurra daga. Á einum sólarhring voru 11 þúsund farþegar fluttir heim til Rússlands nú um helgina. Þá eru Bretar einnig byrjaðir að senda flugvélar til að ná í 20 þúsund breska ferðamenn þangað, en stefnt er að því að þeir verði allir komnir til Bretlands innan tíu daga. Þá hefur mörgum Rússum sárnað skopmyndir í nýjasta hefti franska tímaritsins Charlie Hebdo, þar sem gert er grín að flughrapinu. Margir Rússar hafa af þessu tilefni sent skilaboð á Twitter með yfirlýsingunni: „Ég er ekki Charlie.“
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira