Nissan teflir Datsun fram á fleiri mörkuðum Finnur Thorlacius skrifar 30. október 2015 15:18 Datsun Go. Autoevolution. Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu. Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent
Fyrir um 18 mánuðum síðan ákvað Nissan að blása aftur lífi í Datsun merkið og tefldi fram ódýrum bílum í fjórum löndum undir merkjum Datsun. Þessi lönd eru Indland, Indónesía, Rússland og S-Afríka. Síðan þá hafa selst 114.000 Datsun bílar og opnuð 420 söluumboð í þessum löndum. Nissan hyggst ekki nema staðar með þessu og líklegt er að bílar Datsun muni brátt einnig sjást í S-Ameríkulöndum, fleiri Afríkulöndum og Suðaustur-Asíu. Söluhæsti bíll Datsun eftir endurfæðingun er Datsun Go og nú er kominn Datsun Go-Cross bíll sem er örlítið hækkuð útgáfa Go með stærri og meira áberandi framenda og stærri ljósum. Hann er hugsaður aðallega fyrir Indland og Indónesíu og mun kosta 100-150 þúsund krónum meira en Go. Datsun Go kostar ekki nema 750.000 krónur í Indlandi og ríflega milljón krónur í Indónesíu.
Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent