Körfubolti

Stólarnir mega ekki tjá sig um brottrekstur Poikola

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Darrel Keith Lewis, Helgi Rafn Viggósson og Darrell Flake fagna einum af sigrinum í fyrra.
Darrel Keith Lewis, Helgi Rafn Viggósson og Darrell Flake fagna einum af sigrinum í fyrra. Vísir/Stefán
Forráðamenn Tindastóls í Dominos-deild karla ætla ekkert að gefa út um brottrekstur Finnans Pieti Poikola fyrr en á morgun.

Poikola, sem tók við liðinu af Spánverjanum Israel Martin, í sumar, var rekinn frá störfum í morgun eftir aðeins fjóra leiki í Dominos-deildinni.

Sjá einnig:Pieti Poikola gagnrýnir „varnarkúltur“ Domino´s deildarinnar

Stólarnir fóru vel af stað í deildinni og unnu fyrstu tvo leikina. Þeir hafa tapað síðustu tveimur ansi illa, en banabiti Finnans var slæmt tap gegn Haukum á heimavelli í gærkvöldi.

Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, hefur ekki svarað símanum þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Vísis í dag.

Vísir hafði samband við Helga Rafn Viggósson, fyrirliða Tindastóls, sem staðfesti að Stólarnir mega ekki tjá stig.

„Það verður send út fréttatilkynning á morgun. Við vorum beðnir um að tjá okkur ekkert fyrr en hún kemur út og því gerir það enginn í liðinu fyrr en á morgun,“ sagði Helgi Rafn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×