Erró um Úlf og Úlfur um Erró Magnús Guðmundsson skrifar 31. október 2015 10:30 Úlfur Karlson og Erró skoða sýningu þess síðarnefnda. Visir/Vilhelm Í dag kl. 16 verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarhúsinu þar sem sextíu ár skilja á milli listamannanna tveggja sem hafa þó báðir fundið hugmyndum sínum meginfarveg í málverkinu. Stærri sýningin kallast Tilurð Errós sem fjallar um mótunarár þessa merka listamanns á árunum 1955 til 1964. Við sama tækifæri verður opnuð sýning á verkum eftir Úlf Karlsson í sýningaröð sem kennd er við D-sal Hafnarhúss. Þrátt fyrir að sextíu ár séu á milli þessara tveggja listamanna, sem er reyndar hvorki að sjá né heyra, þá er að finna ákveðinn samhljóm á milli verka þeirra tveggja. Á milli upphafsverka Errós sem fyrir lá að ná heimsfrægð fyrir list sína og verka Úlfs sem er að feta sín fyrstu spor í málaralistinni. Af því tilefni er gráupplagt að fá þessa tvo listamenn til þess að skoða verk hvor annars og segja um þau örfá orð, smá samræðu kynslóðanna. Erró um Úlf og Úlfur um Erró.Erró fyrir fram eitt af verkum Úlfs.Visir/VilhelmErró um Úlf „Þetta er framtíðin.“ Segir Erró um verk Úlfs og bætir við að þetta sem ungi maðurinn sé að gera hafi byrjað í Kaliforníu. „Nánar tiltekið í Kaliforníu í la Mission-hverfinu. Það er mikið af Mexíkönum og fólki frá Suður-Ameríku þarna í þessu hverfi. Nú er þetta kallað götulist og mér líst mjög vel á þetta og hefði reyndar kosið að hann hefði fengið að gera þetta verk beint á vegginn og að það hefði svo fengið að standa. Ég á marga vini sem vinna í þessari stefnu og hef sérstaklega gaman af því hvernig veggirnir við járnbrautarstöðvarnar í París eru skreyttir með þessum hætti. En í samanburði við það sem ég hef séð af þessari list hérna heima þá er það sem Úlfur er að gera það villtasta. Málið er að þetta er helvíti vel byggð og falleg mynd, vel hugsuð í alla staði. Stórfín mynd og skemmtilegt að skjóta henni svona beint á vegginn.“ Erró segist reyna að fylgjast með því sem er að gerast hérna heima og segir að honum finnist vera margt gott í gangi. En skyldi hann eiga einhver ráð handa þeim sem eru, eins og Úlfur, að stíga sín fyrstu spor í myndlistinni? „Bara að vinna tólf tíma á dag þá gengur þetta vel seinna meir, þetta tekur sinn tíma og svo á maður aldrei að fara á eftirlaun því það eyðileggur fólk algjörlega.“Úlfur fyrir framan eitt af verkum ErrósVisir/VilhelmÚlfur um Erró „Þetta var alveg rosalega gaman,“ segir Úlfur Karlsson sem var nýbúinn að skoða sýningu Errós undir leiðsögn meistarans. „Hann er svo flottur kallinn, algjör vinnuþjarkur. Vinnur tólf tíma á dag og finnst best að vinna um helgar því þá er síminn ekkert að angra hann. En þetta er alveg mögnuð sýning og það er óhætt að segja að Erró sé skrásetjari tuttugustu aldarinnar. Hann skrásetti svo vandlega akkúrat það sem var að gerast í heiminum á þeim tíma og hann gerir það gríðarlega vel. Iðnvæðing heimsins, popplistin, kvikmyndir, auglýsingar og allt þetta sem er hluti af þessu daglega áreiti er þarna. Umhverfið allt hefur svo mikil áhrif á hann. Ég tengi vel við það því ég er að sama skapi mikið að sækja í mitt nærumhverfi, allt það sem er að móta okkur núna á tuttugustu og fyrstu öldinni. Við eigum það reyndar líka sameiginlegt að það er mikið að gerast í myndunum okkar og fólk er alltaf að finna eitthvað nýtt.“ Úlfur segist talsvert hafa kynnt sér Erró og hans verk. „Núna fannst mér sérstaklega gaman að fá að skoða þessi fyrstu verk, stúdera upphafsárin aðeins. Þetta er stór sýning sem allir sem hafa áhuga á myndlist verða að sjá og það er þarna margt sem fólk hefur ekki séð áður.“ Myndlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Í dag kl. 16 verða opnaðar tvær sýningar í Hafnarhúsinu þar sem sextíu ár skilja á milli listamannanna tveggja sem hafa þó báðir fundið hugmyndum sínum meginfarveg í málverkinu. Stærri sýningin kallast Tilurð Errós sem fjallar um mótunarár þessa merka listamanns á árunum 1955 til 1964. Við sama tækifæri verður opnuð sýning á verkum eftir Úlf Karlsson í sýningaröð sem kennd er við D-sal Hafnarhúss. Þrátt fyrir að sextíu ár séu á milli þessara tveggja listamanna, sem er reyndar hvorki að sjá né heyra, þá er að finna ákveðinn samhljóm á milli verka þeirra tveggja. Á milli upphafsverka Errós sem fyrir lá að ná heimsfrægð fyrir list sína og verka Úlfs sem er að feta sín fyrstu spor í málaralistinni. Af því tilefni er gráupplagt að fá þessa tvo listamenn til þess að skoða verk hvor annars og segja um þau örfá orð, smá samræðu kynslóðanna. Erró um Úlf og Úlfur um Erró.Erró fyrir fram eitt af verkum Úlfs.Visir/VilhelmErró um Úlf „Þetta er framtíðin.“ Segir Erró um verk Úlfs og bætir við að þetta sem ungi maðurinn sé að gera hafi byrjað í Kaliforníu. „Nánar tiltekið í Kaliforníu í la Mission-hverfinu. Það er mikið af Mexíkönum og fólki frá Suður-Ameríku þarna í þessu hverfi. Nú er þetta kallað götulist og mér líst mjög vel á þetta og hefði reyndar kosið að hann hefði fengið að gera þetta verk beint á vegginn og að það hefði svo fengið að standa. Ég á marga vini sem vinna í þessari stefnu og hef sérstaklega gaman af því hvernig veggirnir við járnbrautarstöðvarnar í París eru skreyttir með þessum hætti. En í samanburði við það sem ég hef séð af þessari list hérna heima þá er það sem Úlfur er að gera það villtasta. Málið er að þetta er helvíti vel byggð og falleg mynd, vel hugsuð í alla staði. Stórfín mynd og skemmtilegt að skjóta henni svona beint á vegginn.“ Erró segist reyna að fylgjast með því sem er að gerast hérna heima og segir að honum finnist vera margt gott í gangi. En skyldi hann eiga einhver ráð handa þeim sem eru, eins og Úlfur, að stíga sín fyrstu spor í myndlistinni? „Bara að vinna tólf tíma á dag þá gengur þetta vel seinna meir, þetta tekur sinn tíma og svo á maður aldrei að fara á eftirlaun því það eyðileggur fólk algjörlega.“Úlfur fyrir framan eitt af verkum ErrósVisir/VilhelmÚlfur um Erró „Þetta var alveg rosalega gaman,“ segir Úlfur Karlsson sem var nýbúinn að skoða sýningu Errós undir leiðsögn meistarans. „Hann er svo flottur kallinn, algjör vinnuþjarkur. Vinnur tólf tíma á dag og finnst best að vinna um helgar því þá er síminn ekkert að angra hann. En þetta er alveg mögnuð sýning og það er óhætt að segja að Erró sé skrásetjari tuttugustu aldarinnar. Hann skrásetti svo vandlega akkúrat það sem var að gerast í heiminum á þeim tíma og hann gerir það gríðarlega vel. Iðnvæðing heimsins, popplistin, kvikmyndir, auglýsingar og allt þetta sem er hluti af þessu daglega áreiti er þarna. Umhverfið allt hefur svo mikil áhrif á hann. Ég tengi vel við það því ég er að sama skapi mikið að sækja í mitt nærumhverfi, allt það sem er að móta okkur núna á tuttugustu og fyrstu öldinni. Við eigum það reyndar líka sameiginlegt að það er mikið að gerast í myndunum okkar og fólk er alltaf að finna eitthvað nýtt.“ Úlfur segist talsvert hafa kynnt sér Erró og hans verk. „Núna fannst mér sérstaklega gaman að fá að skoða þessi fyrstu verk, stúdera upphafsárin aðeins. Þetta er stór sýning sem allir sem hafa áhuga á myndlist verða að sjá og það er þarna margt sem fólk hefur ekki séð áður.“
Myndlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira