Innlent

Gestir í Neslauginni drifu sig upp úr eftir þrumur og eldingar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nokkuð þungt var yfir Neslauginni um hálfsexleytið í dag.
Nokkuð þungt var yfir Neslauginni um hálfsexleytið í dag. Vísir/KTD
Það varð þröngt á þingi í sturtuklefunum í Seltjarnarneslaug á sjötta tímanum í dag þegar fólk dreif sig upp úr lauginni. Sumir mun fyrr en lagt hafði verið upp með. Ástæðan var sú að háværar þrumur, allt að tuttugu sekúndna langar að sögn gesta, höfðu heyrst og gert sundlaugagestum bylt við. Þeir höfðu lítinn áhuga á að vera ofan í vatninu ef eldingu myndi slá niður.

Í búningsklefanum hittu þeir fyrir fólk á leiðinni í sund og voru sumir hverjir með börn. Undirritaður var einn þeirra og frásögn sundlaugagestanna var ekki til þess að auka áhugann á að stinga sér til sunds. Fór því svo að sundlaugaferð breyttist í sturtuferð, vafalaust kærkomna í sumum tilfellum, en buslið í lauginni bíður betri tíma.

Um svipað leyti, í kringum hálf sex, urðu íbúar í miðborginni vitni að því þegar eldingu laust niður með þeim afleiðingum að ljósastaurum sló út.

Fyrr í dag greindi Vísir frá því að töluvert hefði verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi. Var rætt við veðurfræðing á Veðurstofu Íslands sem sagði fjölda eldinga hér á landi í dag heldur ómerkilegan miðað við útlönd.

En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“

Varðstu var við þrumur og eldingar í dag? Náðirðu mynd eða myndbandi? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×