Töluvert af eldingum á landinu það sem af er degi Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 14:31 Töluvert hefur verið af eldingu á Suðausturlandi það sem af er degi miðað við íslenskan mælikvarða. Vísir/Getty Töluvert hefur verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi í dag og gætu þær gert vart við sig á suðvesturhluta landsins á næstu klukkutímum. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna eldingaspá sem sýnir veltimætti (Cape). Veltimætti er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts en eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spár gefa til kynna að þetta veltimætti verði fremur hátt við suðurströnd landsins seinnipartinn í dag. Síðastliðna nótt og snemma í morgun voru slíkar aðstæður suður af Hornafirði en um hádegisbilið var veltimættið mjög hátt yfir Hornafirði. Nokkrar eldingar hafa sést innan af Hornafirði, austast í Vatnajökli, og ein við Klaustur. Síðustu þrjú korterin hafa nokkrar sést í kringum Öræfin en annars ekki vestan Mýrdalsjökuls. „Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum en ég er ekki farinn að sjá neitt sem bendir til þess að þetta gerist,“ segir Óli Þór. Hann segir aldrei hægt að útiloka að eitthvað tjón geti orðið af eldingum. „Tjón á heimilistækjum er ekki óalgeng ef það gerir eldingu nálægt. Eða í loftneti eða eitthvað slíkt. Það er alltaf möguleiki. Þó það sé búið að vera einhver tugur eldinga hérna þá þykir þetta mjög ómerkilegt á flesta mælikvarða ef menn eru að miða við útlönd. En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“ Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Töluvert hefur verið af eldingum á suðausturhluta landsins um og eftir hádegi í dag og gætu þær gert vart við sig á suðvesturhluta landsins á næstu klukkutímum. Inni á vef Veðurstofu Íslands er að finna eldingaspá sem sýnir veltimætti (Cape). Veltimætti er mælikvarði á lóðréttan óstöðugleika lofts en eftir því sem loftið er óstöðugra eykst hætta á myndun skúraflóka og við mikinn óstöðugleika er hætta á þrumuveðri. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir spár gefa til kynna að þetta veltimætti verði fremur hátt við suðurströnd landsins seinnipartinn í dag. Síðastliðna nótt og snemma í morgun voru slíkar aðstæður suður af Hornafirði en um hádegisbilið var veltimættið mjög hátt yfir Hornafirði. Nokkrar eldingar hafa sést innan af Hornafirði, austast í Vatnajökli, og ein við Klaustur. Síðustu þrjú korterin hafa nokkrar sést í kringum Öræfin en annars ekki vestan Mýrdalsjökuls. „Ég er svolítið spenntur að sjá hvað þetta ætlar að gera hérna seinni partinn við suðurströndina. Það gæti eitthvað gerst hérna á næstu tveimur til fjórum tímum en ég er ekki farinn að sjá neitt sem bendir til þess að þetta gerist,“ segir Óli Þór. Hann segir aldrei hægt að útiloka að eitthvað tjón geti orðið af eldingum. „Tjón á heimilistækjum er ekki óalgeng ef það gerir eldingu nálægt. Eða í loftneti eða eitthvað slíkt. Það er alltaf möguleiki. Þó það sé búið að vera einhver tugur eldinga hérna þá þykir þetta mjög ómerkilegt á flesta mælikvarða ef menn eru að miða við útlönd. En það er búið að vera þokkalegt af eldingum á Suðausturlandi miðað við íslenskan mælikvarða.“
Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira