Haukur Helgi: Búinn að gleyma því hvað deildin er hröð Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 30. október 2015 21:46 Haukur skoraði 13 stig og tók 13 fráköst í sínum fyrsta leik fyrir Njarðvík. vísir/anton Það er ekki hægt að segja að Haukur Helgi Pálsson hafi fengið draumabyrjun með Njarðvík en liðið steinlá, 105-76, fyrir KR í fyrsta leik landsliðsmannsins fyrir þá grænu. "Þetta var gaman og á sama tíma erfitt," sagði Haukur aðspurður hvernig það hafi verið að spila í græna búningnum í fyrsta skipti. "Ég var búinn að gleyma hvað þessi deild er hröð, það er mikið hlaupið og mikið skotið og ég þarf að læra aðeins inn á deildina," sagði Haukur sem lék síðast á Íslandi tímabilið 2008-09 með uppeldisfélaginu Fjölni í 1. deild. Njarðvíkingar voru heillum horfnir í kvöld og voru hreinlega rassskelltir af Íslandsmeisturunum sem voru í miklum ham. Haukur segir að varnarleikurinn hafi orðið Njarðvíkingum að falli í kvöld. "Það var vörnin. Við skorum 76 stig og mér finnst það eiga vera nóg, það var það allavega oftast úti, en við eigum eftir að bæta okkur sem lið," sagði Haukur. "Þeir skora 105 stig og við vorum að týnast og töluðum ekki saman í vörninni. Þetta var aðallega vörnin," bætti Haukur við en hann hefur takmarkaðar áhyggjur af framhaldinu. "Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég hef fulla trú á þessu liði og við eigum eftir að verða hörku varnarlið. Ég skal lofa þér því," sagði Haukur að lokum en hann verður aftur á ferðinni með Njarðvík á mánudaginn þegar liðið tekur á móti Tindastóli í Powerade-bikarnum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. 28. október 2015 15:00 Haukur Helgi í góðum hópi leikmanna sem komið hafa heim til að hlaða batteríin Haukur Helgi Pálsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum og það á heimavelli Íslandsmeistaranna. Haukur er ekki fyrsti lykilleikmaður íslenska landsliðsins sem kemur heim til að endurnýja sig. 30. október 2015 06:00 Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Íslenski landsliðsmaðurinn samdi við Njarðvík út tímabilið en er ekki kominn heim til að vera. 28. október 2015 15:49 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Það er ekki hægt að segja að Haukur Helgi Pálsson hafi fengið draumabyrjun með Njarðvík en liðið steinlá, 105-76, fyrir KR í fyrsta leik landsliðsmannsins fyrir þá grænu. "Þetta var gaman og á sama tíma erfitt," sagði Haukur aðspurður hvernig það hafi verið að spila í græna búningnum í fyrsta skipti. "Ég var búinn að gleyma hvað þessi deild er hröð, það er mikið hlaupið og mikið skotið og ég þarf að læra aðeins inn á deildina," sagði Haukur sem lék síðast á Íslandi tímabilið 2008-09 með uppeldisfélaginu Fjölni í 1. deild. Njarðvíkingar voru heillum horfnir í kvöld og voru hreinlega rassskelltir af Íslandsmeisturunum sem voru í miklum ham. Haukur segir að varnarleikurinn hafi orðið Njarðvíkingum að falli í kvöld. "Það var vörnin. Við skorum 76 stig og mér finnst það eiga vera nóg, það var það allavega oftast úti, en við eigum eftir að bæta okkur sem lið," sagði Haukur. "Þeir skora 105 stig og við vorum að týnast og töluðum ekki saman í vörninni. Þetta var aðallega vörnin," bætti Haukur við en hann hefur takmarkaðar áhyggjur af framhaldinu. "Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu. Ég hef fulla trú á þessu liði og við eigum eftir að verða hörku varnarlið. Ég skal lofa þér því," sagði Haukur að lokum en hann verður aftur á ferðinni með Njarðvík á mánudaginn þegar liðið tekur á móti Tindastóli í Powerade-bikarnum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00 Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03 Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. 28. október 2015 15:00 Haukur Helgi í góðum hópi leikmanna sem komið hafa heim til að hlaða batteríin Haukur Helgi Pálsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum og það á heimavelli Íslandsmeistaranna. Haukur er ekki fyrsti lykilleikmaður íslenska landsliðsins sem kemur heim til að endurnýja sig. 30. október 2015 06:00 Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Íslenski landsliðsmaðurinn samdi við Njarðvík út tímabilið en er ekki kominn heim til að vera. 28. október 2015 15:49 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Haukur Helgi: Gott að hafa pressu á sér Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, er maðurinn sem á að koma Njarðvíkingum alla leið í Domino's-deildinni í vetur. 29. október 2015 08:00
Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Þjálfari Njarðvíkur fagnar liðsstyrknum sem Ljónin fengu í dag. 28. október 2015 16:03
Haukur Helgi skrifaði undir hjá Njarðvík Haukur Helgi Pálsson, einn besti leikmaður íslenska körfuboltalandsliðsins á Eurobasket í Berlín 2015 mun spila í Domino´s deild karla í vetur. 28. október 2015 15:00
Haukur Helgi í góðum hópi leikmanna sem komið hafa heim til að hlaða batteríin Haukur Helgi Pálsson spilar í kvöld sinn fyrsta leik með Njarðvíkingum og það á heimavelli Íslandsmeistaranna. Haukur er ekki fyrsti lykilleikmaður íslenska landsliðsins sem kemur heim til að endurnýja sig. 30. október 2015 06:00
Haukur Helgi: „Gott að koma heim til að hlaða batteríin“ Íslenski landsliðsmaðurinn samdi við Njarðvík út tímabilið en er ekki kominn heim til að vera. 28. október 2015 15:49