Jörðin er undir Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Við verðum að ná árangri, ekki bara fyrir þessa kynslóð heldur fyrir komandi kynslóðir,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, í stefnuræðu sinni á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpunni um nýliðna helgi. Hollande varð tíðrætt um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heiminn. Forseti Íslands og íslensk stjórnvöld eiga lof skilið fyrir norðurslóðaráðstefnuna. Hátt á annað þúsund þátttakendur frá 50 löndum sóttu landið heim vegna hennar, þeirra á meðal þjóðhöfðingjar, ráðherrar, embættismenn, vísindamenn, og náttúruverndarsamtök. Mörg erindi voru haldin um loftslagsbreytingar, rannsóknir á þeim og viðnám við frekari breytingum. Fyrir ráðstefnuna fór Hollande ásamt forseta Íslands á Sólheimajökul, þar sem hann sá með eigin augum hop jökulsins. Hann sagði frá heimsókn til Filippseyja þar sem flóðbylgjur hafa valdið mikilli eyðileggingu og þurrkum í Afríku. Hollande tengdi saman loftslagsbreytingaumfjöllun ráðstefnunnar og loftslagsráðstefnuna í París í nóvember, þar sem vonir eru bundnar við að þjóðir heims samþykki nýjan Rammasamning Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga. Hlýnun jarðar er talin vera eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Í nýrri skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands fyrr í mánuðinum kemur fram að 67,4 prósent aðspurðra telja mikla þörf á að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða til að draga úr losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í lok september að Ísland hefði skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Raunar var það ekki rétt, Ísland hefur ákveðið að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB um svo háan samdrátt í losun, með þeim fyrirvara að ekki muni öll ríki þurfa að taka á sig svo mikinn samdrátt. Þannig liggur ekki fyrir hvað Ísland mun ákveða að draga mikið úr losun. Noregur hefur hins vegar sett sér sjálfstætt markmið um 40 prósenta samdrátt án fyrirvara. Losun frá samgöngum hefur aukist um 55 prósent frá 1990 til 2013. Spá Orkustofnunar gerir ráð fyrir að innflutningur á olíu fyrir bifreiðar muni aukast um hundruð þúsunda tonna fram til ársins 2030. Gríðarlegar stóriðjuframkvæmdir eru í pípunum, þar nægir að nefna fjórar kísilmálmverksmiðjur í Helguvík, í Hvalfirði og á Bakka. Auk þess möguleg virkjun á Þeistareykjasvæðinu og mögulega á fleiri stöðum. Í ársskýrslu Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013 segir: „Ef ná á árangri í losun gróðurhúsalofttegunda þarf því sérstaklega að horfa til samgöngutækja og að draga úr losun frá iðnaði.“ Full þörf er á að taka undir með Hollande og vonast eftir jákvæðri niðurstöðu í París. Jörðin okkar er í húfi. Stjórnvöldum ber að láta verkin tala strax og marka sér skýra stefnu og markmið um samdrátt í losun. Best væri auðvitað ef Sigmundur stæði við það sem hann sagði en meinti raunar ekki og tæki sér Norðmenn til fyrirmyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Loftslagsmál Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Við verðum að ná árangri, ekki bara fyrir þessa kynslóð heldur fyrir komandi kynslóðir,“ sagði François Hollande, forseti Frakklands, í stefnuræðu sinni á Arctic Circle ráðstefnunni sem haldin var í Hörpunni um nýliðna helgi. Hollande varð tíðrætt um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á heiminn. Forseti Íslands og íslensk stjórnvöld eiga lof skilið fyrir norðurslóðaráðstefnuna. Hátt á annað þúsund þátttakendur frá 50 löndum sóttu landið heim vegna hennar, þeirra á meðal þjóðhöfðingjar, ráðherrar, embættismenn, vísindamenn, og náttúruverndarsamtök. Mörg erindi voru haldin um loftslagsbreytingar, rannsóknir á þeim og viðnám við frekari breytingum. Fyrir ráðstefnuna fór Hollande ásamt forseta Íslands á Sólheimajökul, þar sem hann sá með eigin augum hop jökulsins. Hann sagði frá heimsókn til Filippseyja þar sem flóðbylgjur hafa valdið mikilli eyðileggingu og þurrkum í Afríku. Hollande tengdi saman loftslagsbreytingaumfjöllun ráðstefnunnar og loftslagsráðstefnuna í París í nóvember, þar sem vonir eru bundnar við að þjóðir heims samþykki nýjan Rammasamning Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga. Hlýnun jarðar er talin vera eitt stærsta vandamál sem mannkynið stendur frammi fyrir um þessar mundir. Í nýrri skoðanakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands fyrr í mánuðinum kemur fram að 67,4 prósent aðspurðra telja mikla þörf á að íslensk stjórnvöld grípi til aðgerða til að draga úr losun Íslendinga á gróðurhúsalofttegundum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í lok september að Ísland hefði skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Raunar var það ekki rétt, Ísland hefur ákveðið að taka þátt í sameiginlegu markmiði ESB um svo háan samdrátt í losun, með þeim fyrirvara að ekki muni öll ríki þurfa að taka á sig svo mikinn samdrátt. Þannig liggur ekki fyrir hvað Ísland mun ákveða að draga mikið úr losun. Noregur hefur hins vegar sett sér sjálfstætt markmið um 40 prósenta samdrátt án fyrirvara. Losun frá samgöngum hefur aukist um 55 prósent frá 1990 til 2013. Spá Orkustofnunar gerir ráð fyrir að innflutningur á olíu fyrir bifreiðar muni aukast um hundruð þúsunda tonna fram til ársins 2030. Gríðarlegar stóriðjuframkvæmdir eru í pípunum, þar nægir að nefna fjórar kísilmálmverksmiðjur í Helguvík, í Hvalfirði og á Bakka. Auk þess möguleg virkjun á Þeistareykjasvæðinu og mögulega á fleiri stöðum. Í ársskýrslu Umhverfisstofnunar fyrir árið 2013 segir: „Ef ná á árangri í losun gróðurhúsalofttegunda þarf því sérstaklega að horfa til samgöngutækja og að draga úr losun frá iðnaði.“ Full þörf er á að taka undir með Hollande og vonast eftir jákvæðri niðurstöðu í París. Jörðin okkar er í húfi. Stjórnvöldum ber að láta verkin tala strax og marka sér skýra stefnu og markmið um samdrátt í losun. Best væri auðvitað ef Sigmundur stæði við það sem hann sagði en meinti raunar ekki og tæki sér Norðmenn til fyrirmyndar.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun