Flug Primera Air til Spánar: Sjö klukkustunda töf vegna rúðuþurrkuvandamáls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2015 11:56 Fresta þurfti tveimur ferðum Primera Air um margar klukkustundir vegna bilunar í tveimur vélum flugfélagsins. Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Farþegar með Primera Air frá Íslandi til Jerez á Spáni þurftu að bíða í sjö klukkustundir eftir að lagt var í hann á sunnudagsmorgun. Ástæðan var sú að bilun kom upp í rúðuþurrkumótor. Kalla þurfti eftir nýjum mótor frá Kaupmannahöfn sem orsakaði biðina. Þetta kemur fram í svari Hrafns Þorgeirssonar, forstjóra Primera Air, við fyrirspurn Vísis. Umræddur mótor knýr áfram rúðuþurrkur flugmanns og er nauðsynlegur að sögn Hrafns. Sjö tíma seinkunin var þó minniháttar miðað við tæplega sólahringsbiðina sem varð á flugvél Primera Air sem halda átti frá Jerez til Keflavíkur í hádeginu sama dag, á sunnudaginn. Skyndileg og ófyrirséð bilun í svokölluðu stemmuröri vélarinnar varð til þess að tæplega sólarhringsseinkun varð á brottför frá Spáni. Stemmurör mælir áfallsþrýsting og breytir í hraðaupplýsingar sem lesa má af hraðamæli flugvéla.Tæplega sólarhringsfrestun varð á ferðalagi Íslendinga með Primera Air frá Spáni til Íslands í ágúst. Þeir þurftu að gista nótt á Írlandi en útlit er fyrir að þeir fái ekki bætur vegna seinkunarinnar.vísirLeigðu vél frá Portúgal Hrafn segir að farþegum hafi verið komið fyrir á hótelum og önnur flugvél frá Portúgal tekin á leigu til þess að koma farþegum heim til sín eins fljótt og auðið var. Vélin frá Portúgal lenti í Jerez klukkan 9:30 á mánudagsmorgni og voru farþegar farnir í loftið um einum og hálfum tíma síðar, þá rúmum 22 klukkustundum á eftir áætlun.„Við biðjumst að sjálfsögðu velvirðingar á óþægindum og töfum sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir,“ segir Hrafn. Hann segir að búnaður í stemmurörinu sem bræði ís og komi þannig í veg fyrir að rörið stíflist hafi verið óvirkur. Von var á ísingu og því ekki hægt að fljúga án þess að búnaðurinn virkaði. Þar sem flugvöllurinn í Jerez er fremur lítill fannst ekki viðeigandi viðhaldsaðstaða og var vélinni því flogið án farþega til Danmerkur til viðgerðar.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28 Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Fleiri fréttir Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Sjá meira
Farþegar EasyJet komnir heim eftir tíu klukkustundir í flugvél Flug frá Basel átti að lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan hálffimm í dag en farþegar komust loks í flugstöðina rétt eftir tíu. 10. mars 2015 22:56
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Flugfélagið segir að ástæða seinkunarinnar hafi verið óhagstæð veðurskilyrði. 1. október 2015 13:28