Íslenski boltinn

Markahæsta Eyjakonan spilar með Fylki næsta sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristín Erna Sigurlásdóttir
Kristín Erna Sigurlásdóttir Vísir/Ernir
Eyjakonan Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur ákveðið að spila með Fylki í Pepsi-deild kvenna næsta sumar en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Fylki.

Kristín Erna skrifaði undir tveggja ára samning við Árbæjarliðið en þetta verður í fyrsta sinn sem hún spilar með öðru liði en ÍBV.

Kristín Erna Sigurlásdóttir, sem er 24 ára framherji, skoraði 8 mörk í 17 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar og var markahæsti leikmaður Eyjaliðsins ásamt Shaneku Jodian Gordon.

Kristín Erna hefur alls skorað 31 mark í 67 leikjum fyrir ÍBV í efstu deild.

Kristín Erna er annar sóknarmaðurinn sem gengur til liðs við Fylki á síðustu dögum en áður hafði Sonja Björk Jóhannsdóttir komið til liðsins frá KR.

Eiður Benedikt Eiríksson hefur tekið við þjálfun liðsins af Jörundi Áka Sveinssyni og þá framlengdu sú besta og sú efnilegasta samninga sína við liðið á dögunum en þar erum við að tala um þær Evu Ýr Helgadóttur og Jasmín Erlu Ingadóttur.

Fylkisliðið endaði í sjötta sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili og fór alla leið í undanúrslit bikarsins.



Kristín Erna Sigurlásdóttir með Rögnu Lóu og Eiði þjálfara.Mynd/Fylkir/Einar Ásgeirsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×