Segir ótækt að fjölga borgarfulltrúum á meðan hagræðing á sér stað Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. október 2015 07:00 Tillögu Sjálfstæðismanna var vísað til forsætisnefndar. Fréttablaðið/Vilhelm Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira. Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira
Tillaga borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg fái sjálfdæmi varðandi fjölda borgarfulltrúa var vísað til forsætisnefndar borgarinnar á fundi borgarstjórnar í gær. Samkvæmt sveitastjórnarlögunum á Reykjavíkurborg að vera með 23 til 31 borgarfulltrúa eftir sveitastjórnarkosningar 2018. „Borgarstjórn fyrst og fremst á að taka afstöðu til þess ef að það er þörf á fjölgun borgarfulltrúa eða ekki,“ sagði Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær. Hann sagði það ótækt væri að ráðstafa fjármagni í fjölgun kjörinna fulltrúa á meðan borgarstjórn glímir við að rétta af erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar. „Mér þætti það slæm skilaboð við þessar aðstæður ef að kjörnum fulltrúum væri fjölgað um 53 prósent.“ „Að sjálfsögðu eigum við að fara eftir lögum hverju sinni en auðvitað leyfum við okkur að hafa skoðun á því hvort þau séu rétt eða ekki. Sér í lagi ef þau ganga gegn sjálfsákvörðunarrétti borgarinnar,“ sagði hann.Kjartan Magnússonvísir/vilhelmSamkvæmt lögunum sem tóku gildi 1. janúar 2012 ber sveitafélögum að stilla af fjölda bæjarfulltrúa miðað við fólksfjölda fyrir sveitastjórnarkosningar árið 2018. Mörg sveitafélög hafa þegar gert þetta nú þegar en til að mynda eru Hafnarfjörður og Kópavogur með lágmarksfjölda fulltrúa eða ellefu talsins. Sóley Tómasdóttir forseti borgarstjórnar sagði að útfærsla á lögunum frá Alþingi væru til skoðunar hjá forsætisnefnd borgarinnar. „Ennþá erum við í miðju ferli við að velta upp svörum sem munu liggja fyrir áður ne langt um líður,“ sagði hún. Hún nefndi þá staðreynd að á bak við hvern borgarfulltrúa í Reykjavík væru um 8000 kjósendur en um 5000 á bak við hvern bæjarfulltrúa í Kópavogi og hvern alþingismann. „Hvergi eru fleiri kjósendur á bak við hvern fulltrúa eins og í Reykjavík,“ sagði Sóley. Þá nefndi hún það að engin afstaða hefði verið tekin til fjölgunar heldur væri gert ráð fyrir því að lögum yrði fylgt og enn væri eftir að útfæra breytingarnar til dæmis með tilliti til launa, nefndarsetu starfshlutfalls og fleira.
Alþingi Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Sjá meira