Kevin De Bruyne hetja City-manna | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2015 20:45 Kevin De Bruyne fagnar sigurmarki sínu. Vísir/Getty Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira
Kevin De Bruyne tryggði Manchester City 2-1 sigur á Sevilla í Meistaradeildinni í kvöld en hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Leikmenn Manchester City gátu þakkað fyrir að vera ekki búnir að fá á sig fleiri en eitt mark þegar kom fram í uppbótartíma leiksins en sigurinn þýðir að liðið er komið með sex stig eftir þrjá leiki og er í góðri stöðu í D-riðlinum. Manchester City byrjaði leikinn ágætlega, Jesús Navas átti flott langskot rétt framhjá á 9. mínútu og aðeins mínútu síðar hitti Wilfried Bony boltann illa á miðjum teignum eftir fyrirgjöf frá Kevin de Bruyne. Yevhen Konoplyanka komst nálægt því að koma Sevilla yfir á 17. mínútu þegar hann tók aukaspyrnu útaf kanti og reyndi að skora hjá Joe Hart. Skot Konoplyanka small í stönginni en Hart náði að verja vel í frákastinu. Yaya Toure átti gott skot á 22. mínútu en boltinn fór rétt yfir markið eftir að hafa haft viðkomu í varnarmanni. Sevilla var samt betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér fleiri færi. Joe Hart varði vel frá Yevhen Konoplyanka á 27. mínútu en hann kom engum vörnum við þremur mínútum síðar þegar Yevhen Konoplyanka kom Sevilla yfir í 1-0 eftir góða sókn. Manchester City var aðeins sex mínútum að jafna metin. Wilfried Bony fagnaðí markinu eins og það væri hans en markið verður skráð sem sjálfsmark Adil Rami. Yaya Toure gerði frábærlega í að labba í gegnum Sevilla-vörnina í aðdraganda marksins. Sevilla fékk fín færi í seinni hálfleiknum til að komast yfir, fyrst skallaði Kévin Gameiro boltann fyir á 55. mínútu og svo fékk hann aftur gott færi á 69. mínútu en mistókst aftur að nýta sér úrvalsstöðu í teignum. City-menn sluppu aftur með skrekkinn á 75. mínútu þegar varamaðurinn Michael Krohn-Dehli var sentímetrum frá því að koma spænska liðinu yfir. Kevin De Bruyne gerði hinsvegar út um leikinn á fyrstu mínútu uppbótartímans þegar hann skoraði sigurmarkið eftir stoðsendingu frá Yaya Touré. City-menn fögnuðu vel enda gæti þetta verið eitt mikilvægasta mark liðsins í Meistaradeildinni í vetur.Yevhen Konoplyanka skorar á móti Man. City Manchester City jafnar á móti Sevilla Sigurmark Kevin De Bruyne
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Í beinni: Valur - Haukar | Íslands- og bikarmeistararnir eigast við Handbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Sjá meira