Viðskipti erlent

Þurfa að borga 4,3 milljarða í ógreiddan skatt

Sæunn Gísladóttir skrifar
Starbucks og Fiat Chrysler þurfa að borga 4,3 milljarða í ógreiddan skatt.
Starbucks og Fiat Chrysler þurfa að borga 4,3 milljarða í ógreiddan skatt. Vísir/AFP
Starbucks og Fiat Chrysler verður gert að endurgreiða 22 milljónir punda, jafnvirði 4,3 milljarða íslenskra króna, í ógreidda skatta í Evrópu. Ástæða þess er að skattaafslættir, eða skattaskjól, sem fyrirtækin nýttu sér í Hollandi og Lúxemborg hafa verið dæmd ólögleg. Starbucks hyggst kæra ákvörðunina.

Forstjóri evrópska samkeppniseftirlitsins, Margrethe Vestager, segir að skattaskjól séu ekki í samræmi við lög Evrópusambandsins, þau séu ólögleg. Hún segir að öll fyrirtæki, stór eða smá, alþjóðleg eða starfandi í einu landi, eigi að greiða sanngjarnan skatt. Fiat fékk 20 sinnum hærri skattaívilnanir í Lúxemborg en í öðrum löndum og borgaði einungis 400 þúsund evrur, jafnvirði 57 milljóna króna, í skatt á síðasta ári. Starbucks borgaði einungis 600 þúsund evrur, jafnvirði 85 milljónir króna. 

Nú verður fyrirtækjunum hins vegar gert að endurgreiða það sem þau hefðu átt að borga í skatta. Starbucks hefur oft komist í fréttirnar áður fyrir að forðast skatta í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×