Formúla 1

Svona verður Hamilton heimsmeistari í Texas

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þessir þrír eiga möguleika á titlinum. Ætli Hamilton landi honum á sunnudaginn?
Þessir þrír eiga möguleika á titlinum. Ætli Hamilton landi honum á sunnudaginn? Vísir/Getty
Lewis Hamilton ökumaður Mercedes liðsins og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 er þegar með níu fingur á titli þessa árs. Hvernig getur Hamilton orðið heimsmeistari í Texas um helgina?

Staðan er sú að Hamilton er efstur með 302 stig, Sebastian Vettel, ökumaður Ferrari er annar með 236 stig og Nico Rosberg liðsfélagi Hamilton er þriðji með 229 stig. Aðrir eiga ekki möguleika á að verða heimsmeistarar.

Svona getur Hamilton orðið heimsmeistari um helgina:

Hamilton vinnur og Vettel endar þriðji eða neðar.

Ef Hamilton verður annar verður Vettel að enda í sjötta sæti eða neðar og Rosberg má ekki vinna.

Ef Hamilton verður þriðji má Vettel ekki komast ofar en í sjöunda sæti og Rosberg fjórða.

Ef Hamilton verður fjórði má Vettel ekki enda ofar en í níunda sæti, Rosberg má ekki komast ofar en í fimmta sæti.

Ef Hamilton verður fimmti má Vettel ekki enda ofar í tíunda sæti. Rosberg má ekki enda ofar en í sjötta sæti.

Vettel sagði á blaðamannafundi í dag að hann muni þurfa að nota fimmtu vélina í Texas og því mun hann færast aftur um 10 sæti frá því sæti sem hann klárar tímatökuna í. Vélin verður ný uppfærsla af Ferrari vélinni sem verður væntanlega grunnur liðsins fyrir vél á næsta ári.

Það er því afar líklegt að Hamilton verði orðinn heimsmeistari þegar þrjár keppnir verða eftir. það er þó ekki öruggt, það getur allt gerst í Formúlu 1.


Tengdar fréttir

Hamilton: Besti dagur lífs míns

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna 2014. Hann náði titlinum í annað sinn eftir að hafa orðið heimsmeistari árið 2008. Hann lýsti deginum í dag sem besta degi lífs síns.

Mercedes er heimsmeistari bílasmiða

Eftir að Kimi Raikkonen hlaut refsingu er ljóst að Mercedes vann heimsmeistaratitil bílasmiða annað árið í röð.

Renault vélin uppfærð fyrir Texas

Renault hefur ákveðið að bjóða Red Bull að nota mikið uppfærða vél í bandaríska kappakstrinum um helgina.

Lewis Hamilton er heimsmeistari ökumanna

Lewis Hamilton vann í Abú Dabí og tryggði sér þar með heimsmeistaratitil ökumanna í annað sinn. Felipe Massa á Williams varð annar og lisðfélagi hans Valtteri Bottas varð þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×