Ólöf búin að funda með öllum umsækjendunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2015 16:30 Frá vinstri: Ólafur Þór Hauksson, Bryndís Kristjánsdóttir, Björn Þorvaldsson, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Jón H.B. Snorrason. Vísir Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, aðstoðarmaður ráðherra, segir skipunina á lokastigum en á frekar von á að skipað verði í stöðurnar eftir helgi en á morgun. Upphaflega átti að skipa í embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara þann 1. september en tímafrestur var lengdur til 1. október. Þremur vikum síðar bíða bæði umsækjendur enn eftir svörum en til stóð að ráðherra tæki þann síðasta í viðtal síðastliðinn föstudag. Það frestaðist til mánudags samkvæmt heimildum Vísis.Annasamar vikur Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá innanríkisráðherra meðal annars vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Þá má reikna með því að töluverður tími hafi farið í undirbúning fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um helgina. Þar sækist hún eftir kjöri sem varaformaður.Ólöf Nordal innanríkisráðherra fundaði með síðasta umsækjandanum á mánudaginn.visir/ernirHéraðssaksóknari mun taka til starfa þann 1. janúar 2016 en embættið kemur í stað embættis sérstaks saksóknara sem verður lagt niður. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og hefur skilað áliti sínu til ráðherra sem er þó ekki bundinn af því. Í nefndinni sitja Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómslögmaður og formaður nefndarinnar, Elín Blöndal lögfræðingur Háskóla Íslands og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur og forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.Fimm sóttu um hvort embætti Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Þeirra á meðal eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara. Alþingi Tengdar fréttir Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00 Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Nýr héraðssaksóknari verður að öllum líkindum skipaður eftir helgi. Innanríkisráðherra hefur fundað með umsækjendunum fimm og hitti þann síðasta á mánudaginn. Þórdís Kolbrún Reykfjörð, aðstoðarmaður ráðherra, segir skipunina á lokastigum en á frekar von á að skipað verði í stöðurnar eftir helgi en á morgun. Upphaflega átti að skipa í embætti héraðssaksóknara og varahéraðssaksóknara þann 1. september en tímafrestur var lengdur til 1. október. Þremur vikum síðar bíða bæði umsækjendur enn eftir svörum en til stóð að ráðherra tæki þann síðasta í viðtal síðastliðinn föstudag. Það frestaðist til mánudags samkvæmt heimildum Vísis.Annasamar vikur Undanfarnar vikur hafa verið annasamar hjá innanríkisráðherra meðal annars vegna málefna flóttamanna og hælisleitenda. Þá má reikna með því að töluverður tími hafi farið í undirbúning fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins sem fram fer um helgina. Þar sækist hún eftir kjöri sem varaformaður.Ólöf Nordal innanríkisráðherra fundaði með síðasta umsækjandanum á mánudaginn.visir/ernirHéraðssaksóknari mun taka til starfa þann 1. janúar 2016 en embættið kemur í stað embættis sérstaks saksóknara sem verður lagt niður. Þriggja manna hæfisnefnd var skipuð til að meta hæfi umsækjenda og hefur skilað áliti sínu til ráðherra sem er þó ekki bundinn af því. Í nefndinni sitja Arnfríður Einarsdóttir, héraðsdómslögmaður og formaður nefndarinnar, Elín Blöndal lögfræðingur Háskóla Íslands og Þórhallur Vilhjálmsson, lögfræðingur og forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis.Fimm sóttu um hvort embætti Alls sóttu fimm manns um embætti héraðssaksóknara. Þeirra á meðal eru Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari og Bryndís Björk Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri. Aðrir umsækjendur eru Björn Þorvaldsson, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri. Umsækjendur um embætti varahéraðssaksóknara voru þau Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá sérstökum saksóknara, Björn Þorvaldsson, Daði Kristjánsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, Hulda Elsa Björgvinsdóttir og Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari hjá ríkissaksóknara.
Alþingi Tengdar fréttir Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00 Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15
Sérstakur vill verða héraðssaksóknari Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara. 8. ágúst 2015 07:00
Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir króna milli ára Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlögum næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verkefna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Emættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. 14. september 2015 07:00