Sænsk einkafyrirtæki græða á flóttabörnum sem eru ein síns liðs Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 23. október 2015 07:00 Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar. vísir/epa Fyrstu tvær vikurnar í október komu yfir 800 börn sem eru á flótta ein síns liðs til Stokkhólms. Opnað verður athvarf í þessari viku til bráðabirgða fyrir flóttabörn í einu úthverfa borgarinnar. Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar hefur leitt til þess að einkafyrirtæki, sem eru milliliðir sveitarfélaga og fjölskyldna sem vilja hýsa börnin, hafa hækkað verð fyrir þjónustu sína umtalsvert. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að dæmi séu um að sveitarfélag borgi slíku einkafyrirtæki 3.600 sænskar krónur fyrir barn á sólarhring eða 54 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem hefur flóttabarnið á heimili sínu fær um fimmtung þeirrar upphæðar. Haft er eftir fulltrúa eins sveitarfélagsins að vegna þess hversu fljótt þurfi að leysa vandann hafi menn ekki haft tíma til að leita að ódýrari þjónustu. Að mati sveitarfélaga er um þriðjungur af upphæðinni sem einkafyrirtækin fá greidda eðlilegur kostnaður. Talsmaður fyrirtækisins sem krefur sveitarfélag um 54 þúsund krónur á sólarhring fyrir milligöngu segir að kostnaður fyrir utan þær rúmlega 10 þúsund krónur á sólarhring sem fjölskylda fær fyrir að hafa barn á heimili sínu sé vegna skipulagningar, túlkaþjónustu og flutninga. Sveitarfélög í Svíþjóð hafa frá því í fyrra greitt slíkum miðlunum um húsnæði yfir hálfan milljarð sænskra króna eða 7,5 milljarða íslenskra króna. Sveitarfélögin geta síðan sótt um greiðslur vegna kostnaðarins hjá sænsku útlendingastofnuninni. Sænskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að einstaklingar hafi hringt í sveitarfélög og spurt hversu mörg flóttabörn þeir megi hafa á heimilum sínum. Útlendingastofnunin í Svíþjóð áætlar að fjöldi flóttabarna sem koma ein síns liðs til landsins verði 30 þúsund í ár. Alls er gert ráð fyrir að 140 til 190 þúsund flóttamenn komi til Svíþjóðar í ár. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30 Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Fyrstu tvær vikurnar í október komu yfir 800 börn sem eru á flótta ein síns liðs til Stokkhólms. Opnað verður athvarf í þessari viku til bráðabirgða fyrir flóttabörn í einu úthverfa borgarinnar. Gríðarlegur skortur á dvalarstöðum fyrir börnin sem koma til Svíþjóðar hefur leitt til þess að einkafyrirtæki, sem eru milliliðir sveitarfélaga og fjölskyldna sem vilja hýsa börnin, hafa hækkað verð fyrir þjónustu sína umtalsvert. Sænska blaðið Dagens Nyheter segir að dæmi séu um að sveitarfélag borgi slíku einkafyrirtæki 3.600 sænskar krónur fyrir barn á sólarhring eða 54 þúsund íslenskar krónur. Fjölskyldan sem hefur flóttabarnið á heimili sínu fær um fimmtung þeirrar upphæðar. Haft er eftir fulltrúa eins sveitarfélagsins að vegna þess hversu fljótt þurfi að leysa vandann hafi menn ekki haft tíma til að leita að ódýrari þjónustu. Að mati sveitarfélaga er um þriðjungur af upphæðinni sem einkafyrirtækin fá greidda eðlilegur kostnaður. Talsmaður fyrirtækisins sem krefur sveitarfélag um 54 þúsund krónur á sólarhring fyrir milligöngu segir að kostnaður fyrir utan þær rúmlega 10 þúsund krónur á sólarhring sem fjölskylda fær fyrir að hafa barn á heimili sínu sé vegna skipulagningar, túlkaþjónustu og flutninga. Sveitarfélög í Svíþjóð hafa frá því í fyrra greitt slíkum miðlunum um húsnæði yfir hálfan milljarð sænskra króna eða 7,5 milljarða íslenskra króna. Sveitarfélögin geta síðan sótt um greiðslur vegna kostnaðarins hjá sænsku útlendingastofnuninni. Sænskir fjölmiðlar hafa áður greint frá því að einstaklingar hafi hringt í sveitarfélög og spurt hversu mörg flóttabörn þeir megi hafa á heimilum sínum. Útlendingastofnunin í Svíþjóð áætlar að fjöldi flóttabarna sem koma ein síns liðs til landsins verði 30 þúsund í ár. Alls er gert ráð fyrir að 140 til 190 þúsund flóttamenn komi til Svíþjóðar í ár.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54 Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30 Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Flóttamenn í Grikklandi orðnir hálf milljón í ár Fjöldi flóttafólks sem komið hefur til Grikklands það sem af er ári hefur nú náð hálfri milljón. Aukinn þungi hefur færst í flóttamannastrauminn þar sem fólk freistar þess nú að komast til Evrópu áður en vetur skellur á. Um átta þúsund manns koma nú til landsins á hverjum degi, að því er yfirmaður flóttamannamála Sameinuðu þjóðanna segir. 21. október 2015 08:54
Flóttamenn sem breyttu heiminum Umræðan um flóttamenn hefur verið gríðarlega mikil undanfarin misseri og stendur heimurinn frammi fyrir miklu vanda, þar sem milljónir manna eru án heimilis og reyna hvað þau geta að koma sér og sínum í öruggt skjól. 22. október 2015 17:30
Kveiktu í tjöldum til að mótmæla slæmum aðbúnaði Flóttamenn kveiktu í kvöld í tjöldum sínum til að mótmæla slæmum aðbúnaði í flóttamannabúðunum í Brezice við landamæri Slóveníu. 21. október 2015 21:05
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent