Viðskipti erlent

Gallar hafa komið í ljós í sjálfstýringu Tesla

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Skömmu eftir þetta reynir Teslan að aka yfir á öfugan vegahelming og veldur nærri slysi.
Skömmu eftir þetta reynir Teslan að aka yfir á öfugan vegahelming og veldur nærri slysi.
Myndbönd og myndir af „sjálfstýringu“ Tesla Model S hafa hrannast inn á vefinn síðustu daga en mörg þeirra sýna ákveðna galla í kerfinu. Nokkrir ökumenn hafa kvartað yfir því að bílarnir eigi til að aka of hratt og vera glannalegir í beygjum.

Vísir fjallaði um sjálfstýringuna fyrir skemmstu en bíllinn getur skipt um akreinar, lagt og sleppt því að keyra utan í aðra bíla af sjálfsdáðum.

Myndböndin sýna meðal annars, en tvö þeirra fylgja fréttinni, hvernig bíllinn er nálægt því að aka yfir á öfuga akrein áður en bílstjórinn grípur um stýrið og hvernig bíll annars tekur upp á því að keyra skyndilega of hratt sem endar með því að hann fær hraðasekt.

Í yfirlýsingu frá Tesla segir að bílstjórinn megi aldrei láta frá sér stjórn á bílnum. Kerfið sé aðeins ætlað til notkunar á hraðbrautum en ekki minni vegum. Kerfið sé nýtt af nálinni og þeim fyrirmælum er beint til ökumanna að hafa hendur á stýrinu sem oftast, í það minnsta fyrst um sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×