Garðyrkjulúði með stappfulla íbúð af plöntum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. október 2015 10:00 Frímann segir gefandi og gaman að rækta kaktusa og þykkblöðunga. Vísir/AntonBrink Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum. Garðyrkja Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum.
Garðyrkja Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira