Garðyrkjulúði með stappfulla íbúð af plöntum Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 24. október 2015 10:00 Frímann segir gefandi og gaman að rækta kaktusa og þykkblöðunga. Vísir/AntonBrink Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum. Garðyrkja Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Ég er svona garðyrkjulúði og hef haft áhuga á garðrækt síðan ég var unglingur,“ segir Frímann Valdimarsson en hann stofnaði í kjölfar garðyrkjuáhugans Facebook-síðuna Fræin hans Frímanns en fólk hefur kost á því að kaupa þar af honum kaktusa og þykkblöðunga sem hann hefur ræktað upp af fræi. Ástæður þess að hann stofnaði síðuna eru þó ekki dollaramerki í augunum heldur vill Frímann einungis deila gleðinni. „Síðastliðið ár er ég búinn að vera að leika mér að því að flytja inn alls konar kaktusafræ frá Asíu og Afríku og íbúðin mín er bara orðin stappfull af plöntum,“ segir Frímann og bætir við: „Ég er alltaf að reyna að gefa fólki plöntur en það er svo hrætt um að drepa þær. Ég ákvað að hætta því og rukka fólk frekar. Þá lifa þær kannski lengur.“ Fræin kaupir hann á internetinu. „Þetta eru allt mjög basic plöntur sem ég er með núna en draumurinn er að vera með fjölbreyttar plöntur sem fólk þekkir ekki. Ég er mjög hrifinn af þykkblöðungum, kaktusum og kjötætuplöntum,“ segir hann og bætir spenntur við: „Ég var einmitt að panta tíu fræ af svona flytrap-plöntu og ætla að reyna að sjá hvort ég geti látið þau spíra.“ Flytrap-plantan er af kjötætuætt en þær plöntur „veiða“ sér skordýr til næringar. Frímann er ekki einungis í ræktuninni heldur hefur hann einnig verið að prófa sig áfram með að planta þeim í ýmiss konar lítil glerker og jafnvel ljósaperur. „Ég er líka svolítill svona froskakall og var með lítil landdýrabúr svo dóu froskarnir og ég fór að prófa mig áfram við það að búa til litla garða í búrunum,“ segir hann.Hér má sjá nokkra af þeim þykkblöðungum og kaktusum sem Frímann hefur ræktað.Frímann stundaði um tíma nám í ylrækt í Landbúnaðarháskólanum en segir ræktunina fyrst og fremst áhugamál, þó dreymi hann um að opna blómabúð fyrir garðyrkjulúða einhvern daginn. „Þetta er aðallega hobbý hjá mér, bara einhver plöntuperri að spíra fræ heima hjá sér,“ segir hann og hlær. Hann segir það gefandi og gaman að hugsa um plönturnar og að hann hefði gaman af því að sjá fleiri taka til við ræktun í heimahúsum. „Ég átta mig alveg á því að það eru ekkert allir sem hafa gaman af þykkblöðungum og kaktusum. Það fólk getur til dæmis verið með kál í potti út í glugga eða kryddjurtir eða eitthvað. Það þarf ekki að vera flóknara en að henda mold í pott og skvetta á þetta vatni.“ Líkt og áður sagði hefur garðræktunaráhuginn fylgt honum um árabil og hefur hann lengi sankað að sér afleggjurum úr ýmsum áttum. „Mér finnst alltaf langskemmtilegast að fara í heimsókn til gamalla frænkna og ömmu og svona af því að þá fæ ég að taka afleggjara með mér heim,“ segir hann glaður í bragði að lokum.
Garðyrkja Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira