Apple hagnast gífurlega: Besta ár Apple frá upphafi Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2015 10:55 Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, hefur ástæðu til að vera ánægður. Vísir/EPA Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands. Tækni Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Árið 2015 er besta ár Apple frá upphafi fyrirtækisins. Tekjur tæknirisans voru 51,5 milljarður dala, eða rúmlega 6,6 billjónir króna, og er það hækkun um 22 prósent frá fyrra ári. Hagnaður fyrirtækisins var 1,4 billjón króna, en þeir seldu rúmlega 48 milljón nýja iPhone síma á tímabilinu og er það nýtt met. Þrátt fyrir að um met sé að ræða, náði Apple ekki að halda í við spár greiningaraðila. Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir í viðtali við Wall Street Journal, að hann reki þennan árangur til þess að fyrirtækið hefur aldrei áður fundið fyrir því að jafn margir hafi skipt yfir til Apple frá Android símum, en á þessu tímabili. Hann sagði að nærri því þriðjungur þeirra sem keyptu sér iPhone hafi verið að skipta frá Android. Fyrirtækið birti í gærkvöldi ársfjórðungsuppgjör fyrir júlí, ágúst og september. Um er að ræða síðasta fjórðung uppgjörsárs Apple. Samkvæmt Breska ríkisútvarpinu tvöfaldaðist sala Apple í Kína nærri því á milli ára. Fyrirtækið rekur nú 25 verslanir þar í landi. Fyrirtækið hefur ekki gefið upp hve mörg Apple Watch snjallúr seldust á tímabilinu, en greinendur telja þau vera um 3,5 milljónir. Verðmæti hlutabréfa Apple hafa hækkað eftir tilkynninguna, en fyrirtækið er þegar verðmætasta fyrirtækis heimsins. Lausafé fyrirtækisins er meira en 205 milljarðar dala, eða rúmar 26 billjónir króna. Það lítur út svona: 26.000.000.000.000. Verg landsframleiðsla Íslands í fyrra var 1.989.260.000.000 krónur. Samkvæmt Guardian á Apple meira lausafé a en samsvarar landsframleiðslu Tékklands, Perú og Nýja Sjálands.
Tækni Mest lesið Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira