Körfubolti

Ragnar mætti líka Chris í síðasta Suðurlandsslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Nathanaelsson var á sínum tíma í skóla á Selfossi en nú mætir hann til að spila körfubolta.
Ragnar Nathanaelsson var á sínum tíma í skóla á Selfossi en nú mætir hann til að spila körfubolta.
Fyrsti Suðurlands-slagurinn í úrvalsdeild karla í að verða sex ár og sjá sjöundi í sögu deildarinnar fer fram í Iðu á Selfossi í kvöld þegar nýliðar FSu taka á móti Þór úr Þorlákshöfn.

FSu hefur tapað niður forystu í fjórða leikhluta í þremur fyrstu leikjum tímabilsins og er enn á eftir sínu fyrsta stigi. Þórsarar unnu stórsigur á Tindastóli í síðasta leik eftir að hafa tapað í hörkuleikjum á móti KR og Keflavík í fyrstu tveimur umferðunum. Síðasti Suðurlandsslagurinn í efstu deild karla fór fram á sama stað 14. janúar 2010 eða fyrir fimm árum og rúmum níu mánuðum. Hamar fagnaði þar 13 stiga sigri á heimamönnum í FSu, 91-78

Fjórir leikmenn í kvöld voru með í þessum leik. Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs í dag, fagnaði þá sigri með Hamri á móti Chris Caird, Birki Víðissyni og Svavari Inga Stefánssyni (kom ekki inn á) sem léku þá eins og nú með liði FSu. Ari Gylfason var líka með FSu þennan vetur þótt að hann hafi misst af þessum leik en Ari spilaði fyrri leikinn í Hveragerði þegar Ragnar fagnaði einnig sigri með Hamarsliðinu.

Þrír aðrir leikir fara fram í kvöld. Grindvíkingar geta unnið fjórða leikinn í röð þegar Snæfell kemur í heimsókn, Stjörnumenn heimsækja ÍR og á Sauðárkróki taka Tindastólsmenn á móti Haukum. Stólarnir slógu Haukanna einmitt út í undanúrslitunum síðasta vor. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×