Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Snæfell 98-99 | Óvæntur sigur Snæfellinga á toppliðinu Daníel Rúnarsson í Röstinni skrifar 29. október 2015 21:30 Jón Axel Guðmundsson hefur farið á kostum í fyrstu leikjum vetrarins. vísir/stefán Snæfellingar sóttu óvæntan sigur gegn ósigruðu liði Grindavíkur í kvöld í Mustad höllinni. Fyrirfram var talið að Grindvíkingar færu létt með aðkomumennina af Snæfellsnesinu en rauðklæddir Hólmarar eru ekki vanir að láta valta yfir sig og á því varð engin breyting í kvöld. Grindvíkingar halda þó efsta sætinu að minnsta kosti þangað til að leikir morgundagsins fara fram. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og virtust stýra leiknum. Þrátt fyrir augljósa yfirburði þegar leikmenn liðsins spiluðu af fullri hörku virtist værukærð grípa um sig þess á milli sem varð til þess að Snæfellingar voru aldrei langt undan. Snæfellingar náðu ekki að nýta sér dapran varnarleik Grindvíkinga í fyrri hálfleik og áhlaup undir lok annars leikhluta tryggði Grindvíkingum átta stiga forystu í hálfleiknum. Ingi Þór þjálfari Snæfellinga hefur farið vel yfir leik sinna manna í hálfleiknum og var allt annað að sjá sóknarleik liðsins. Vörn Grindvíkinga var áfram götótt en nú náðu Snæfellingar að nýta færin og settu 30 stig á heimamenn í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum með tveimur stigum, 69-71. Í fjórða leikhluta var eins og skrúfað væri upp í ofnunum í Mustad-höllinni og varð leikmönnum ansi heitt í hamsi. Kannski kominn tími til. Snæfellingar héldu áfram að setja skotin sín niður og Grindvikingar gerðu slíkt hið sama. Liðin skiptust á að skora nokkrar körfur í röð og þegar komið var að loka mínútu leiksins voru það Snæfellingar sem höfðu frumkvæðið. Grindvíkingar gerðu allt hvað þeir gátu til að snúa leiknum sér í vil en lokaskot hins unga Jóns Axels Guðmundssonar geigaði og óvæntur en mikilvægur sigur Snæfellinga staðreynd, 98-99. Eftir leikinn varð uppi fótur og fit er dómarar leiksins vísuðu Eric "Easy" Wise leikmanni Grindavíkur út úr húsinu og mun hann því væntanlega missa af næsta leik. Sherrod Wright fór hamförum fyrir Snæfellinga og skoraði 37 stig og tók auk þess 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson átti ekki að vera leikfær en setti engu að síður 17 stig tók 6 fráköst. Sigurður hvíldi aðeins í rúmar tvær mínútur þrátt fyrir að vera ráðlagt af sjúkraþjálfara að spila ekki í kvöld. Nýr erlendur leikmaður Grindvíkinga, Eric "Easy" Wise, skilaði 31 stigi og 16 fráköstum en þrátt fyrir þær fínu tölur virtist sóknarleikur Grindvíkinga riðlast umtalsvert með tilkomu Eric Easy. Jóhann Árni skilaði 17 stigum og 7 fráköstum og Jón Axel 16 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.Grindavík-Snæfell 98-99 (26-16, 23-25, 20-30, 29-28)Grindavík: Eric Julian Wise 31/16 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 16/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 5, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Hilmir Kristjánsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2/5 fráköst/3 varin skot.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 37/4 fráköst/6 stolnir, Stefán Karel Torfason 20/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Óli Ragnar Alexandersson 4.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.Vísir/StefánIngi Þór: Austin með pung undir stellinu Þjálfari Snæfellingar var sigurreifur að leik loknum en gaf lítið fyrir að sigur hans manna hefði verið óvæntur. "Við höfðum fulla trú á þessu þó að Boss-klæddu mennirnir hefðu hana ekki. Við lendum að vísu 16 stigum undir og leikurinn virtist vera að fjara út en flottur lokakafli í fyrri hálfleik og þriðji leikhlutinn héldu okkur inni í þessu. Smátt og smátt tókst okkur að minnka þetta niður og liðsbragurinn sem við þurfum nauðsynlega á að halda kom inn." sagði Ingi skömmu eftir leik. Það fór ekki mikið fyrir Austin Bracey í fyrri hálfleik en hann var lykilmaður í endurkomu Snæfellinga í seinni hálfleik. "Austin fór inn í klefa og kom út í seinni hálfleikinn með pung undir stellinu. Það er bara þannig. Sherrod var líka flottur en hann fer samt beint á vítaæfingu í nótt. Við fórum illa með vítaskotin í kvöld." Sigurði Þorvaldssyni var ráðlagt að spila ekki leikinn í kvöld vegna meiðsla í kálfa en fyrirliðinn spilaði engu að síður rúmar 37 mínútur af 40. "Siggi er meiddur en hann tók bara Voltaren Rapid og var klár. Ég er afar stoltur af fyrirliðanum mínum að spila þrátt fyrir að vera ráðlagt annað. Við verðum að tjalda öllu sem við erum með enda ekki með full mannað lið og við tökum þessi tvö stig með feginsglotti" sagði refurinn Ingi Þór að lokum.Jóhann Ólafsson: Vorum áhugalausir Jóhann Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var niðurlútur er hann kom í viðtal við undirritaðann að leik loknum. "Ég kvitta alveg undir að við vorum áhugalausir. Vorum eiginlega bara slakir. Allt sem hefur einkennt okkar leik var ekki til staðar. Liðsheildina og flæðið í sóknarleiknum bara vantaði. Menn voru hver í sínu horni í einhverju móki og töldu sig geta hlaupið einir á móti fimm og skorað 2-3 körfur í einu. Vorum rosalega stífir sóknarlega. Varnarlega vorum við líka slakir. Við skorum 98 stig sem á að duga og því er það í raun vörnin sem klikkar." sagði Jóhann. Nýr erlendur leikmaður Grindavíkur skilaði ágætis tölfræði en lét reka sig út úr húsi eftir að leiknum var lokið. "Þeir (innsk. dómararnir) segja að hann hafi dissað þá eitthvað eftir leikinn. Einhver viðkvæmni hjá þeim. En hann stóð sig ágætlega og er fínn spilari sem við þurfum bara að koma inn í okkar leik."Jóhann Árni: Er eiginlega bara orðlaus "Ég er eiginlega bara orðlaus eftir þetta. Mér fannst við vera mikið betri en þeir þegar við vorum að gera hlutina rétt en svo fórum við útúr okkar leik og þá erum við töluvert minna góðir. Nýi kaninn er að trufla flæðið í sókninni enda bara verið með okkur í 5 daga. Við spilum flókinn sóknarleik sem tekur tíma að koma inn. En hann verður flottur þegar hann er kominn inn í þetta. En þetta var bara döpur frammistaða. Við vorum líka daprir í fyrri hálfleik en þá hittu þeir bara ekki úr færunum sínum." sagði Jóhann álíka niðurlútur og þjálfarinn nafni hans.Sherrod Nigel: Fer beint að æfa vítinSherrod fór hamförum á parketinu í Mustad höllinni í kvöld og skildi eftir sig 37 stig á töflunni. En átti hann von á að fara heim í Hólminn með tvö stig í farteskinu? "Bæði lið spiluðu af hörku en við vorum sterkari í lokin. Við vorum litla liðið í þessum leik og vorum harðákveðnir í að mæta vel gíraðir til leiks. Ég átti fínan leik en nýtti vítin mín illa og fer beint á vítaæfingu þegar við komum heim í nótt." sagði þessi brosmildi leikmaður í leikslok.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Snæfellingar sóttu óvæntan sigur gegn ósigruðu liði Grindavíkur í kvöld í Mustad höllinni. Fyrirfram var talið að Grindvíkingar færu létt með aðkomumennina af Snæfellsnesinu en rauðklæddir Hólmarar eru ekki vanir að láta valta yfir sig og á því varð engin breyting í kvöld. Grindvíkingar halda þó efsta sætinu að minnsta kosti þangað til að leikir morgundagsins fara fram. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleik og virtust stýra leiknum. Þrátt fyrir augljósa yfirburði þegar leikmenn liðsins spiluðu af fullri hörku virtist værukærð grípa um sig þess á milli sem varð til þess að Snæfellingar voru aldrei langt undan. Snæfellingar náðu ekki að nýta sér dapran varnarleik Grindvíkinga í fyrri hálfleik og áhlaup undir lok annars leikhluta tryggði Grindvíkingum átta stiga forystu í hálfleiknum. Ingi Þór þjálfari Snæfellinga hefur farið vel yfir leik sinna manna í hálfleiknum og var allt annað að sjá sóknarleik liðsins. Vörn Grindvíkinga var áfram götótt en nú náðu Snæfellingar að nýta færin og settu 30 stig á heimamenn í þriðja leikhluta og leiddu að honum loknum með tveimur stigum, 69-71. Í fjórða leikhluta var eins og skrúfað væri upp í ofnunum í Mustad-höllinni og varð leikmönnum ansi heitt í hamsi. Kannski kominn tími til. Snæfellingar héldu áfram að setja skotin sín niður og Grindvikingar gerðu slíkt hið sama. Liðin skiptust á að skora nokkrar körfur í röð og þegar komið var að loka mínútu leiksins voru það Snæfellingar sem höfðu frumkvæðið. Grindvíkingar gerðu allt hvað þeir gátu til að snúa leiknum sér í vil en lokaskot hins unga Jóns Axels Guðmundssonar geigaði og óvæntur en mikilvægur sigur Snæfellinga staðreynd, 98-99. Eftir leikinn varð uppi fótur og fit er dómarar leiksins vísuðu Eric "Easy" Wise leikmanni Grindavíkur út úr húsinu og mun hann því væntanlega missa af næsta leik. Sherrod Wright fór hamförum fyrir Snæfellinga og skoraði 37 stig og tók auk þess 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Sigurður Þorvaldsson átti ekki að vera leikfær en setti engu að síður 17 stig tók 6 fráköst. Sigurður hvíldi aðeins í rúmar tvær mínútur þrátt fyrir að vera ráðlagt af sjúkraþjálfara að spila ekki í kvöld. Nýr erlendur leikmaður Grindvíkinga, Eric "Easy" Wise, skilaði 31 stigi og 16 fráköstum en þrátt fyrir þær fínu tölur virtist sóknarleikur Grindvíkinga riðlast umtalsvert með tilkomu Eric Easy. Jóhann Árni skilaði 17 stigum og 7 fráköstum og Jón Axel 16 stigum, 6 fráköstum og 4 stoðsendingum.Grindavík-Snæfell 98-99 (26-16, 23-25, 20-30, 29-28)Grindavík: Eric Julian Wise 31/16 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 17/7 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 16/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 11/7 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 8/5 fráköst, Hinrik Guðbjartsson 5, Ingvi Þór Guðmundsson 5, Hilmir Kristjánsson 3, Páll Axel Vilbergsson 2/5 fráköst/3 varin skot.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 37/4 fráköst/6 stolnir, Stefán Karel Torfason 20/8 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 17/6 fráköst, Austin Magnus Bracey 12/5 fráköst/5 stoðsendingar, Þorbergur Helgi Sæþórsson 9, Óli Ragnar Alexandersson 4.Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells.Vísir/StefánIngi Þór: Austin með pung undir stellinu Þjálfari Snæfellingar var sigurreifur að leik loknum en gaf lítið fyrir að sigur hans manna hefði verið óvæntur. "Við höfðum fulla trú á þessu þó að Boss-klæddu mennirnir hefðu hana ekki. Við lendum að vísu 16 stigum undir og leikurinn virtist vera að fjara út en flottur lokakafli í fyrri hálfleik og þriðji leikhlutinn héldu okkur inni í þessu. Smátt og smátt tókst okkur að minnka þetta niður og liðsbragurinn sem við þurfum nauðsynlega á að halda kom inn." sagði Ingi skömmu eftir leik. Það fór ekki mikið fyrir Austin Bracey í fyrri hálfleik en hann var lykilmaður í endurkomu Snæfellinga í seinni hálfleik. "Austin fór inn í klefa og kom út í seinni hálfleikinn með pung undir stellinu. Það er bara þannig. Sherrod var líka flottur en hann fer samt beint á vítaæfingu í nótt. Við fórum illa með vítaskotin í kvöld." Sigurði Þorvaldssyni var ráðlagt að spila ekki leikinn í kvöld vegna meiðsla í kálfa en fyrirliðinn spilaði engu að síður rúmar 37 mínútur af 40. "Siggi er meiddur en hann tók bara Voltaren Rapid og var klár. Ég er afar stoltur af fyrirliðanum mínum að spila þrátt fyrir að vera ráðlagt annað. Við verðum að tjalda öllu sem við erum með enda ekki með full mannað lið og við tökum þessi tvö stig með feginsglotti" sagði refurinn Ingi Þór að lokum.Jóhann Ólafsson: Vorum áhugalausir Jóhann Ólafsson þjálfari Grindvíkinga var niðurlútur er hann kom í viðtal við undirritaðann að leik loknum. "Ég kvitta alveg undir að við vorum áhugalausir. Vorum eiginlega bara slakir. Allt sem hefur einkennt okkar leik var ekki til staðar. Liðsheildina og flæðið í sóknarleiknum bara vantaði. Menn voru hver í sínu horni í einhverju móki og töldu sig geta hlaupið einir á móti fimm og skorað 2-3 körfur í einu. Vorum rosalega stífir sóknarlega. Varnarlega vorum við líka slakir. Við skorum 98 stig sem á að duga og því er það í raun vörnin sem klikkar." sagði Jóhann. Nýr erlendur leikmaður Grindavíkur skilaði ágætis tölfræði en lét reka sig út úr húsi eftir að leiknum var lokið. "Þeir (innsk. dómararnir) segja að hann hafi dissað þá eitthvað eftir leikinn. Einhver viðkvæmni hjá þeim. En hann stóð sig ágætlega og er fínn spilari sem við þurfum bara að koma inn í okkar leik."Jóhann Árni: Er eiginlega bara orðlaus "Ég er eiginlega bara orðlaus eftir þetta. Mér fannst við vera mikið betri en þeir þegar við vorum að gera hlutina rétt en svo fórum við útúr okkar leik og þá erum við töluvert minna góðir. Nýi kaninn er að trufla flæðið í sókninni enda bara verið með okkur í 5 daga. Við spilum flókinn sóknarleik sem tekur tíma að koma inn. En hann verður flottur þegar hann er kominn inn í þetta. En þetta var bara döpur frammistaða. Við vorum líka daprir í fyrri hálfleik en þá hittu þeir bara ekki úr færunum sínum." sagði Jóhann álíka niðurlútur og þjálfarinn nafni hans.Sherrod Nigel: Fer beint að æfa vítinSherrod fór hamförum á parketinu í Mustad höllinni í kvöld og skildi eftir sig 37 stig á töflunni. En átti hann von á að fara heim í Hólminn með tvö stig í farteskinu? "Bæði lið spiluðu af hörku en við vorum sterkari í lokin. Við vorum litla liðið í þessum leik og vorum harðákveðnir í að mæta vel gíraðir til leiks. Ég átti fínan leik en nýtti vítin mín illa og fer beint á vítaæfingu þegar við komum heim í nótt." sagði þessi brosmildi leikmaður í leikslok.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum