Hrafn: Strákarnir prófi allavega mína eggjaköku Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 21:53 Hrafn Kristjánsson á hliðarlínunni í kvöld. vísir/anton brink Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Fleiri fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Sjá meira