Microsoft hefur forskotið á ný Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 11. október 2015 15:00 Satya Nadella, forstjóri Microsoft, kynnti helstu nýjungar Microsoft í New York í vikunni. Mynd/Getty Flugeldasýning Microsoft á Manhattan í vikunni var endanleg staðfesting á nýjum áherslum fyrirtækisins. Tæknirisinn, sem áður fyrr var þekktur sem þokkalega fært og verulega umsvifamikið hugbúnaðarfyrirtæki, hefur á síðustu árum endurskilgreint sig í augum fjárfesta, neytenda og hluthafa sem raftækjaframleiðandi í heimsklassa. Microsoft kynnti fjölbreytta línu snjalltækja á þriðjudaginn. Þar á meðal nýja vörulínu Lumia-snjallsímanna með 20 megapixla myndavél með þreföldu LED flassi og 5.2 LED snertiskjá, ásamt Microsoft Band, armbandi sem fylgist með hreyfingu og öðrum daglegum athöfnum. Microsoft Band og Lumia-línan berjast um völd á markaði sem Apple, Samsung og fleiri tæknifyrirtæki hafa traust yfirráð yfir og munu mæta erfiðri samkeppni. Frumsýning Lumia-línunnar og Microsoft Band var í raun hálfgerð neðanmálsgrein í kynningu Microsoft, enda hafði fyrirtækið augnablikum áður komið út úr skápnum sem einn framsæknasti snjalltækjaframleiðandi veraldar.Microsoft nær forskotinu Tvennt ber að nefna. Annars vegar Surface Pro 4 spjaldtölvuna og Surface Book, fyrstu fartölvu Microsoft. Surface Pro 4 byggir á sömu áherslum og vöktu athygli með fyrstu Surface-línunni árið 2012. Pro 4 er þynnri, léttari og öflugri en forverar hennar. Microsoft fullyrðir að spjaldtölvan sé 50% hraðvirkari en MacBook Air en þar leikur nýr örgjörvi Intel stórt hlutverk. Surface Book stal þó senunni. Þetta er fyrsta fartölva Microsoft, sem er merkileg staðreynd. Fyrir nokkrum árum náði tilraunastarfsemi Microsoft í tækjabúnaði til lyklaborða, tölvumúsa og Xbox. Annars er það nánast móðgun við Microsoft að kalla Surface Book fartölvu enda hefur fyrirtækið verið fremst í flokki þegar kemur að sameiningu spjaldtölvunnar og fartölvunnar. Surface Book og Surface Pro 4 eru í grunninn afar áþekk tæki. Bæði státa þau af verulega öflugum snertiskjá sem virkar með griffli (e. stylus) og bæði eru hönnuð til að nota með sérhönnuðu lyklaborði. Með Surface Book gengur Microsoft lengra í hönnun sinni og hugmyndafræði. Lyklaborðið og skjárinn/spjaldtölvan eru í raun sama tækið.Verkfræðilegt listaverk Ralf Groene, sem leiðir hönnunarteymi Surface-vörulínunnar hjá Microsoft, sagði á kynningunni að öfugt við fyrri útgáfur Surface þá væri Surface Book fyrst og fremst hugsuð sem fartölva sem hægt væri að breyta í spjaldtölvu. Í framkvæmd útheimtir þessi hugmynd meiri vinnsluhraða, betri rafhlöðu ásamt öðru og það í sama ramma og neytendur samþykkja sem ásættanlega stærð á spjaldtölvu. Lausnin fólst í löm sem dregst saman og út þegar fartölvan opnast og lokast. Miðað við kynningu Microsoft er lömin eins konar bandvefur sem tengir lyklaborðið og spjaldtölvuna saman í eina heild. Þannig er hægt að sveigja snertiskjáinn 360 gráður og jafnvel losa skjáinn af og festa öfugt á lyklaborðið svo hægt sé að nýta öflugan tækjabúnaðinn sem leynist undir tökkunum. Því má leiða líkur að því að vinnslukrafturinn sé minni þegar spjaldtölvan er ekki tengd lyklaborðinu en um leið verði ending rafhlöðunnar betri.Að brúa bilið „Þessi vegamót sem við stöndum stundum á, þessi áskorun að velja á milli fartölvu og spjaldtölvu. Kannist þið við það?“ spurði Panay á sviði á þriðjudaginn. „Það er úr sögunni.“ Þetta er snjöll lausn á flóknu verkfræðilegu vandamáli. Tvö tæki með ólíka getu sameinast í einni öflugri fartölvu. Lásinn sem heldur lyklaborðinu og spjaldtölvunni saman eru síðan engin venjuleg klemma, heldur rafræn taug sem sendir skilaboð um að aðskilja íhluti skjásins og lyklaborðsins þegar ýtt er á takka. Microsoft ætlar sér stóra hluti með nýrri vörulínu og Panay og Groene, ásamt Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, eru óhræddir við að bera tækin saman við það besta sem Apple hefur fram að færa.Manneskjan óhagganleg breyta Nadella hefur innleitt nýja og nútímalegri stefnumótun hjá Microsoft. Og það var þörf á nýjungum. Windows, sem var eitt sinn notað í 90% allra tölvutækja en er nú að finna í 11% tækja, hefur þurft að lúta í lægra haldi í miskunnarlausri samkeppni við Apple, Google og fleiri. Nadella hefur nálgast vandamálið með því að fagna breytingum annars vegar og hins vegar með því að taka áhættu með innreið á nýja markaði. „Tækin koma og fara og þróast, en þú hverfur ekki. Vegferð tölvunnar hefur kennt okkur einfalda lexíu: Það tæki er ekki til sem verður miðpunktur að eilífu,“ sagði Nadella á kynningu Microsoft. „Þessi miðpunktur ert þú. Þannig þurfa gögnin þín, stillingar og smáforrit að fylgja þér og vera til staðar á því tæki sem hentar þér hverju sinni.“ Tækni Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Sjá meira
Flugeldasýning Microsoft á Manhattan í vikunni var endanleg staðfesting á nýjum áherslum fyrirtækisins. Tæknirisinn, sem áður fyrr var þekktur sem þokkalega fært og verulega umsvifamikið hugbúnaðarfyrirtæki, hefur á síðustu árum endurskilgreint sig í augum fjárfesta, neytenda og hluthafa sem raftækjaframleiðandi í heimsklassa. Microsoft kynnti fjölbreytta línu snjalltækja á þriðjudaginn. Þar á meðal nýja vörulínu Lumia-snjallsímanna með 20 megapixla myndavél með þreföldu LED flassi og 5.2 LED snertiskjá, ásamt Microsoft Band, armbandi sem fylgist með hreyfingu og öðrum daglegum athöfnum. Microsoft Band og Lumia-línan berjast um völd á markaði sem Apple, Samsung og fleiri tæknifyrirtæki hafa traust yfirráð yfir og munu mæta erfiðri samkeppni. Frumsýning Lumia-línunnar og Microsoft Band var í raun hálfgerð neðanmálsgrein í kynningu Microsoft, enda hafði fyrirtækið augnablikum áður komið út úr skápnum sem einn framsæknasti snjalltækjaframleiðandi veraldar.Microsoft nær forskotinu Tvennt ber að nefna. Annars vegar Surface Pro 4 spjaldtölvuna og Surface Book, fyrstu fartölvu Microsoft. Surface Pro 4 byggir á sömu áherslum og vöktu athygli með fyrstu Surface-línunni árið 2012. Pro 4 er þynnri, léttari og öflugri en forverar hennar. Microsoft fullyrðir að spjaldtölvan sé 50% hraðvirkari en MacBook Air en þar leikur nýr örgjörvi Intel stórt hlutverk. Surface Book stal þó senunni. Þetta er fyrsta fartölva Microsoft, sem er merkileg staðreynd. Fyrir nokkrum árum náði tilraunastarfsemi Microsoft í tækjabúnaði til lyklaborða, tölvumúsa og Xbox. Annars er það nánast móðgun við Microsoft að kalla Surface Book fartölvu enda hefur fyrirtækið verið fremst í flokki þegar kemur að sameiningu spjaldtölvunnar og fartölvunnar. Surface Book og Surface Pro 4 eru í grunninn afar áþekk tæki. Bæði státa þau af verulega öflugum snertiskjá sem virkar með griffli (e. stylus) og bæði eru hönnuð til að nota með sérhönnuðu lyklaborði. Með Surface Book gengur Microsoft lengra í hönnun sinni og hugmyndafræði. Lyklaborðið og skjárinn/spjaldtölvan eru í raun sama tækið.Verkfræðilegt listaverk Ralf Groene, sem leiðir hönnunarteymi Surface-vörulínunnar hjá Microsoft, sagði á kynningunni að öfugt við fyrri útgáfur Surface þá væri Surface Book fyrst og fremst hugsuð sem fartölva sem hægt væri að breyta í spjaldtölvu. Í framkvæmd útheimtir þessi hugmynd meiri vinnsluhraða, betri rafhlöðu ásamt öðru og það í sama ramma og neytendur samþykkja sem ásættanlega stærð á spjaldtölvu. Lausnin fólst í löm sem dregst saman og út þegar fartölvan opnast og lokast. Miðað við kynningu Microsoft er lömin eins konar bandvefur sem tengir lyklaborðið og spjaldtölvuna saman í eina heild. Þannig er hægt að sveigja snertiskjáinn 360 gráður og jafnvel losa skjáinn af og festa öfugt á lyklaborðið svo hægt sé að nýta öflugan tækjabúnaðinn sem leynist undir tökkunum. Því má leiða líkur að því að vinnslukrafturinn sé minni þegar spjaldtölvan er ekki tengd lyklaborðinu en um leið verði ending rafhlöðunnar betri.Að brúa bilið „Þessi vegamót sem við stöndum stundum á, þessi áskorun að velja á milli fartölvu og spjaldtölvu. Kannist þið við það?“ spurði Panay á sviði á þriðjudaginn. „Það er úr sögunni.“ Þetta er snjöll lausn á flóknu verkfræðilegu vandamáli. Tvö tæki með ólíka getu sameinast í einni öflugri fartölvu. Lásinn sem heldur lyklaborðinu og spjaldtölvunni saman eru síðan engin venjuleg klemma, heldur rafræn taug sem sendir skilaboð um að aðskilja íhluti skjásins og lyklaborðsins þegar ýtt er á takka. Microsoft ætlar sér stóra hluti með nýrri vörulínu og Panay og Groene, ásamt Satya Nadella, framkvæmdastjóra Microsoft, eru óhræddir við að bera tækin saman við það besta sem Apple hefur fram að færa.Manneskjan óhagganleg breyta Nadella hefur innleitt nýja og nútímalegri stefnumótun hjá Microsoft. Og það var þörf á nýjungum. Windows, sem var eitt sinn notað í 90% allra tölvutækja en er nú að finna í 11% tækja, hefur þurft að lúta í lægra haldi í miskunnarlausri samkeppni við Apple, Google og fleiri. Nadella hefur nálgast vandamálið með því að fagna breytingum annars vegar og hins vegar með því að taka áhættu með innreið á nýja markaði. „Tækin koma og fara og þróast, en þú hverfur ekki. Vegferð tölvunnar hefur kennt okkur einfalda lexíu: Það tæki er ekki til sem verður miðpunktur að eilífu,“ sagði Nadella á kynningu Microsoft. „Þessi miðpunktur ert þú. Þannig þurfa gögnin þín, stillingar og smáforrit að fylgja þér og vera til staðar á því tæki sem hentar þér hverju sinni.“
Tækni Mest lesið „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Hvuttar á kjörstað Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí „Hef hugleitt í gríni að drepa þá alla“ Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Sjá meira