Eftir að Kimi Raikkonen hlaut refsingu. Hefur Mercedes náð heimsmeistaratitli bílasmiða annað árið í röð.
Mercedes liðið með Lewis Hamilton og Nico Rosberg innan borðs hefur tryggt sér heimsmeistaratitil ökumanna. Enn eru fjórar keppnir eftir.
Raikkonen á Ferrari fékk 30 sekúndna refsingu fyrir að aka Valtteri Bottas á Williams út úr keppninni.
Raikkonen færist þá úr fimmta sæti, þar sem hann kom í mark og aftur í áttunda sæti. Þá fær hann ekki nógu mörg stig fyrir Ferrari til að halda baráttu bílasmiða á lífi.
Keppni ökumanna er enn á lífi en Hamilton tók stórt skref í áttina að því að tryggja sér sinn þriðja titil í dag. Hann þarf tvö ellefu stigum meira en Sebastian Vettel á Ferrari eftir tvær vikur í Bandaríkjunum og hann verður meistari.
Mercedes er heimsmeistari bílasmiða

Tengdar fréttir

Hamilton: Ég var ekkert sérstaklega að leita eftir ráspól
Nico Rosberg náði í mikilvægan ráspól í Rússlandi í dag. Titilbaráttan lifir enn ágætu lífi. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Wolff: Þýðir lítið að ætla að róa Rosberg niður
Lewis Hamilton vann sína 42. keppni í Formúlu 1 í dag. Mercedes er hugsanlega heimsmeistari, það fer eftir ákvörðun dómaranna, hvort þeir refsa Kimi Raikkonen. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Hamilton fyrstur í mark í Rússlandi
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark á Mercedes bílnum í Rússlandi. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari. Sergio Perez kom Force India bílnum í þriðja sæti í mark á ótrúlegan hátt.