Körfubolti

KR-ingar meistarar meistaranna í Hólminum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson með bikarinn.
Brynjar Þór Björnsson og Darri Hilmarsson með bikarinn. Vísir/Garðar Örn
Íslandsmeistarar KR unnu fjögurra stiga sigur á bikarmeisturum Stjörnunnar, 90-86, í Meistarakeppni karla í körfubolta sem fór fram í Stykkishólmi í dag.

Þetta er annað árið í röð sem KR-ingar vinna Meistarakeppni KKÍ en þeir unnu Grindvíkinga í fyrra.

KR-ingar voru sterkari í lokin og náði níu stiga forskoti í lokin áður en Stjörnumenn löguðu stöðuna með fimm síðustu stigum leiksins.

KR var fjórum stigum yfir í hálfleik, 47-43, og þremur stigum yfir, 68-65, fyrir lokaleikhlutann.

KR-ingar spiluðu sinn fyrsta leik á tímabilinu með Michael Craion en hann var með 25 stig og 11 fráköst.

Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR-liðsins, skoraði 25 stig en hann setti niður 5 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Darri Hilmarsson skoraði 19 stig.

Pavel Ermolinskij var með 11 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar og vantaði því bara fjórar stoðsendingar í þrennuna.

Justin Shouse var stigahæstur Stjörnumanna með 18 stig en hann hitti aðeins úr 6 af 22 skotum sínum í leiknum. Tómas Heiðar Tómasson skoraði 17 stig og Al'lonzo Coleman var með 16 stig. 6 fráköst og 5 stoðsendingar.



KR-Stjarnan 90-86 (22-22, 25-21, 21-22, 22-21)

KR: Brynjar Þór Björnsson 25/4 fráköst, Michael Craion 25/11 fráköst, Darri Hilmarsson 19/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 11/16 fráköst/6 stoðsendingar, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 9/5 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 1.

Stjarnan: Justin Shouse 18/9 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 17/6 fráköst, Al'lonzo Coleman 16/6 fráköst/5 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15, Tómas Þórður Hilmarsson 10/6 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 9/10 fráköst, Magnús Bjarki Guðmundsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×